Hoppa yfir valmynd

Fagráð atvinnulífsins og Neytendastofu á sviði mælifræði

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samkvæmt 35. gr. laga nr. 91/2006 skipar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sex fulltrúa í fagráð sem sinna skulu ráðgjöf fyrir atvinnulífið og Neytendastofu á sviði mælifræði. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum og atvinnulífi ráðgjöf um þróun og aðgerðir til að tryggja að hagnýtt sé alþjóðlegt og innlent samstarf sem miðar að því að greiða fyrir trausti og gagnkvæmum viðurkenningu í milliríkjaviðskiptum á sviði mælinga og mælifræði. Fagráð veitir umsagnir um drög að stjórnvaldsfyrirmælum þegar það á við, þ.m.t. um gjaldskrár Neytendastofu.

Ráðherra skipar formann án tilnefningar en aðrir fulltrúar í fagráði skulu tilnefndir af Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samorku, Neytendasamtökunum og einn fulltrúi sameiginlega af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtökum fiskvinnslustöðva.

Í fagráðinu eiga sæti:

  • Ingólfur Örn Þorbjörnsson, skipaður formaður án tilnefningar
  • Árni Ingimundarson, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu
  • Guðbergur Rúnarsson, tilnefndur sameiginlega af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtökum fiskvinnslustöðva
  • Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefndur af Samorku
  • Stefán Helgi Jónsson, tilnefndur af Neytendasamtökunum.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum