Hoppa yfir valmynd

Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipuð 20. apríl 2018

Hlutverk nefndarinnar er m.a. að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Einnig er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er nefndinni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn. Þá er nefndinni ætlað að gera tillögu að lagafrumvarpi um þjóðgarðinn, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Til grundvallar starfi nefndarinnar liggur skýrsla nefndar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hagaðila um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem kom út í nóvember 2017. Í skýrslunni er m.a. að finna heildstætt yfirlit um miðhálendið, náttúru og menningarminjar þess, yfirlit yfir helstu stefnumörkun sem fyrir liggur um miðhálendið varðandi verndun, auðlindir, nýtingu, innviði og helstu hagsmuni innan svæðisins.

Með nefndinni mun starfa samráðshópur helstu hagsmunaaðila og almannasamtaka, s.s. náttúruverndarsamtaka, útvistarsamtaka og samtaka hagsmunaaðila s.s. í ferðaþjónustu, landbúnaði og orkumálum.

Gert er ráð fyrir að nefndin skili ráðherra tillögu sinni í formi skýrslu og tillögu að lagafrumvarpi um þjóðgarðinn eigi síðar en 1. september 2019.

Án tilnefningar
Óli Halldórsson, formaður

Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Margrét Hallgrímsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti.

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Framsóknarflokksins
Líneik Anna Sævarsdóttir

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Samfylkingar
Guðmundur Andri Thorsson

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Pírata
Halldóra Mogensen

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Miðflokksins
Bergþór Ólason

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Flokks fólksins
Inga Sæland

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Viðreisnar
Hanna Katrín Friðriksson

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Vinstrihreyfingar- græns framboðs
Steingrímur J. Sigfússon

Samkvæmt tilnefningu þingflokks Sjálfstæðisflokks
Vilhjálmur Árnason

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Valtýr Valtýsson,
Dagbjört Jónsdóttir

Starfsmaður nefndarinnar er Steinar Kaldal, verkefnisstjóri frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira