Hoppa yfir valmynd

Samstarfshópur til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði

Félagsmálaráðuneytið

Í því sambandi þykir meðal annars mikilvægt að tryggja samstarf þeirra aðila sem hafa eftirlit á innlendum vinnumarkaði þannig að komi upp alvarleg mál séu þau til lykta leidd og þeir sem brotlegir eru dregnir til ábyrgðar. Þannig verði dregið úr líkum á að vinnuveitendur komist upp með að brjóta gegn ákvæðum laga og/eða ákvæðum kjarasamninga, jafnvel ítrekað. Slík brot bitna illa á launafólki auk þess sem þau geta grafið undan starfsemi annarra fyrirtækja, sem fara að ákvæðum laga og kjarasamninga, og spillt þannig forsendum eðlilegrar samkeppni.

Hlutverk samstarfshópsins er meðal annars að leggja til aðgerðir sem vænlegar þykja til árangurs hvað varðar framangreint. Einnig skal samstarfshópurinn leggja til sameiginleg markmið eftirlitsaðila á vinnumarkaði og skilgreina mælikvarða til að meta árangurinn af þeim aðgerðum sem lagðar verða til af hálfu hópsins.

Samstarfshópurinn er þannig skipaður:

 • Jón Sigurðsson, skipaður án tilnefningar, formaður
 • Ásmundur Friðriksson, tiln. af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Bergþóra Benediktsdóttir, tiln. af forsætisráðuneyti
 • Björn Þ. Rögnvaldsson, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins
 • Ellisif Tinna Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Erna Guðmundsdóttir, tiln. af Bandalagi háskólamanna
 • Finnbogi Jónasson, tiln. af embætti ríkislögreglustjóra
 • Halldór Grönvold, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
 • Halldóra Friðjónsdóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti
 • Hildur Dungal, tiln. af dómsmálaráðuneyti
 • Hrannar Már Gunnarsson, tiln. af BSRB
 • Lilja Rún Ágústsdóttir, tiln. af ríkisskattstjóra
 • Oddur Ástráðsson, skipaður án tilnefningar
 • Ragnar Árnason, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
 • Unnur Sverrisdóttir, tiln. af Vinnumálastofnun.

Skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra 24. október 2018. Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn skili ráðherra skýrslu eigi síðar en 1. febrúar 2019.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira