Áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi

Áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi svo og annarra mála, sem til hennar kann að verða skotið frá úrskurðarnefnd, starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Um áfrýjunarnefndina er einkum fjallað í 13. gr. téðra laga. Um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd gilda starfsreglur kirkjuþings nr. 730/1998, með síðari breytingum.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, formaður,
  • Ásdís Rafnar, hæstaréttarlögmaður,
  • Hildur Briem, dómstjóri.

Varamenn:

  • Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður,
  • Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri,
  • Jón Höskuldsson, héraðsdómari.

Skipunartími frá og með 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2019 eða til fjögurra ára.

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn