Hoppa yfir valmynd

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 2020-2023

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar er skipuð á grundvelli laga um einkaleyfi, nr. 17/1991, laga um vörumerki, nr. 45/1997 og laga um hönnun, nr. 46/2001. Nefndin úrskurðar í ágreiningsmálum m.a. varðandi einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd. Um nefndina gildir reglugerð nr. 275/2008.

Áfrýjunarfrestir og áfrýjunargjald

Áfrýjun skal leggja fram innan lögboðins frests sem eru 2 mánuðir frá þeim degi er ákvörðun var tekin. Innan sama frests skal greiða áfrýjunargjald á grundvelli reglugerðar um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., nr. 1050/2020. Gjald fyrir áfrýjun eru 85.000 kr.

Gjaldið skal greitt til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og staðfesting greiðslu ásamt áfrýjun send ráðuneytinu rafrænt á netfangið [email protected]. Berist greiðsla ekki innan áfrýjunarfrests skal vísa áfrýjuninni frá. 

Greiðsluupplýsingar ráðuneytisins eru:

Ríkissjóður Íslands

Kt. 540269-6459

Reikningsnúmer: 0001-26-025017

Málsmeðferð hjá nefndinni er almennt rafræn.

Áfrýjandi getur fyllt út rafrænt eyðublað á minarsidur.stjr.is (https://minarsidur.stjr.is/web/index.html)

Úrskurðir

Áfrýjunarnefnd getur með úrskurði sínum staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir Hugverkastofunnar. Úrskurðirnir eru endanlegir á stjórnsýslustigi og þeim verður ekki skotið til ráðherra.

Úrskurði nefndarinnar má finna á vefsíðu Hugverkastofunnar, hugverk.is.

Skipan nefndarinnar

Skipunartími nefndarinnar eru þrjú ár í senn og er núverandi nefnd er skipuð til 31. ágúst 2023.

Formaður nefndarinnar er Selma Hafliðadóttir.

Ritari nefndarinnar er Sóldís Rós Símonardóttir, lögfræðingur, og beina skal samskiptum við nefndina á netfangið [email protected].

Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum