Ákvarðanir Neytendastofu má kæra til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála. Heimild til áfrýjunar er að finna í 4. gr. laga um Neytendastofu, nr. 62/2005. Í áfrýjunarnefnd neytendamála sitja þrír menn og jafn margir til vara, skipaðir af ráðherra til fjögurra ára í senn.
Formaður nefndarinnar og varamaður hans skulu fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara.
Nefndin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Halldóra Þorsteinsdóttir hdl., skipuð formaður án tilnefningar
Áslaug Árnadóttir hrl., skipuð án tilnefningar
Gunnar Páll Baldvinsson lögfræðingur, skipaður án tilnefningar
Varamenn:
Eiríkur Haukur Hauksson viðskiptafræðingur, skipaður án tilnefningar
Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri, skipuð án tilnefningar