Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags
Starfar skv. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög með síðari breytingum. (lög nr. 6/2013).
Áður en leyfi er veitt til skráningar trúfélags eða lífsskoðunarfélags skal leita álits nefndar sem dómsmálaráðherra skipar til fjögurra ára.
Einn nefndarmaður er skipaður samkvæmt tilnefningu lagadeildar hér á landi á háskólastigi, og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar tilnefndur af félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, sá þriðji tilnefndur af guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og sá fjórði tilnefndur af sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
Valgerður Sólnes, prófessor, tilnefnd af lagadeild Háskóla Íslands, jafnframt formaður.
Guðrún Dröfn Whitehead, lektor, tilnefnd af félagfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.
Haraldur Hreinsson, lektor, tilnefndur af guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Róbert H. Haraldsson, prófessor, tilnefndur af heimspeki-, sagnfræði- og fornleifafræði deild Háskóla Íslands.