Dýralæknaráð 2013-2018

Dýralæknaráð starfar samkvæmt 4. gr. laga nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar dýralæknaráð sem skipað er fjórum dýralæknum til fimm ára í senn og er Matvælastofnun til ráðuneytis. Skal einn tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, annar af stjórn Dýralæknafélags Íslands, þriðji af stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og fjórði án tilnefningar og skal hann jafnframt vera
Formaður ráðsins. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt. Ráðið skal ávallt fjalla um innflutning búfjár og erfðaefnis þess sé hans óskað. Einnig skal ráðið fjalla um innflutning annarra dýra, búfjárafurða og aðra þætti er snerta heilbrigðismál dýra og dýraafurða þegar þess er óskað af ráðherra eða Matvælastofnun. Ráðinu er heimilt, ef aðstæður krefja, að kalla sérfræðinga til ráðuneytis.

Í ráðinu eiga sæti:

Aðalmenn:
    Auður Lilja Arnþórsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar
    Jarle Reiersen, tilnefndur af Dýralæknafélagi Íslands
    Ólöf Guðrún Sigurðardóttir, tilnefnd af Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
    Vilhjálmur Svansson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Varamenn:
    Gísli Jónsson, skipaður varaformaður án tilnefningar
    Eggert Gunnarsson, tilnefndur af Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
    Katrín Helga Andrésdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
    Sigríður Björnsdóttir, tilnefnd af Dýralæknafélagi Íslands.

Tegund

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn