Hoppa yfir valmynd

Eftirlitsnefnd fasteignasala 2016-2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Eftirlitsnefnd fasteignasala er skipuð skv. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa og annast eftirlit með störfum fasteignasala samkvæmt fyrirmælum laganna. Ráðherra skipar þrjá nefndarmenn og varamenn þeirra til þriggja ára í senn. Einn nefndarmanna skal vera fasteignasali og einn löggiltur endurskoðandi. Hinn þriðji, sem vera skal formaður nefndarinnar, skal vera lögfræðingur og fullnægja skilyrðum til að gegna embætti héraðsdómara. Varamenn skulu fullnægja sömu skilyrðum og aðalmenn. 

Í nefndinni eiga sæti:

  • Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður,formaður 
  • Björg Sigurðardóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Grétar Jónasson, löggiltur fasteignasali

Varamenn: 

  • Ása Ólafsdóttir, hæstaréttarlögmaður, varaformaður  
  • Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fassteignasali 
  • Ólafur Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira