Hlutverk fagráðs um flugmál er að vera samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til ráðuneytiðs um flug- og loftferðamál. Fagráðið er skipað í samræmi við ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012.
Helstu verkefni fagráðs um flugmál eru að fjalla um og eftir atvikum að veita umsögn um:
- lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða flugmál,
- tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun sbr. lög um samgönguáætlun,
- stefnumótun í flugmálum,
- önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar,
- mál sem eru í vinnslu í ESB og til að kynna innleiðingu vegna EES-gerða.
Fagráð um flugmál er þannig skipað:
- Björn Hermannsson, flugvirki og jafnframt formaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
- Valgerður B Eggertsdóttir, lögfræðingur og jafnframt varaformaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
- Linda Gunnarsdóttir, aðstoðaryfirflugstjóri, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,
- Hörður Guðmundsson, eigandi Flugfélagsins Ernis, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins,
- Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, tilnefnd af ISAVIA ohf.,
- Herdís Þorvaldsdóttir, varaborgarfulltrúi, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,
- Matthías Sveinbjörnsson, verkfræðingur, tilnefndur af Flugmálafélagi Íslands.