Nefndinni er falið að endurskoða upphæðir dagpeninga starfsmanna á ferðalögum innanlands og erlendis. Jafnframt skal nefndin endurskoða flokkun landa eftir dvalarkostnaði svo og greiðslu fyrir starfstengd afnot eigin bifreiða starfsmanna. Nefndin starfar samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Nefndin skal skipuð einum fulltrúa BSRB, einum fulltrúa BHM og tveimur fulltrúum fjármála- og efnahagsráðherra. Skipunartími er ótímabundinn.
Nefndarmenn:
- Aldís Stefánsdóttir, formaður, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Guðmundur F. Guðmundsson, tilnefndur af BSRB
- Helga Birna Ingimundardóttir, tilnefnd af BHM
- Ragnheiður Gunnarsdóttir tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Skipunartími er ótímabundinn