Skipað skv. 5. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Ferðamálaráð gerir, árlega eða oftar, tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Jafnframt skal ferðamálaráð vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Ferðamálaráð skal veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um starfsemi ferðamálaráðs. Skipunartími ferðamálaráðs skal vera fjögur ár en skipunartími formanns og varaformanns skal þó takmarkaður við embættistíma ráðherra.
Í ráðinu eiga sæti:
- Unnur Valborg Hilmarsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar
- Eva Björk Harðardóttir, skipuð varaformaður án tilnefningar
- Aldís Hafsteinsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Ásbjörn Þ Björgvinsson, tilnefndur af Ferðamálasamtökum Íslands
- Díana Mjöll Sveinsdóttir, tilnefnd af Ferðamálasamtökum Íslands
- Hjálmar Sveinsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Jón Ásbergsson, tilnefndur af Íslandsstofu
- Sævar Skaptason, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Þórir Garðarsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar