Hoppa yfir valmynd

Flugvirktarráð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Flugvirktarráð er skipað til þriggja ára í senn í samræmi við ákvæði 57. gr. e í lögum um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 8. gr. reglugerðar um um flugvirkt nr. 1025/2012.

Hlutverk flugvirktarráðs er m.a.

a) að vera samráðsvettvangur opinberra aðila og annarra um framkvæmd, samvinnu, samhæfingu og áætlanagerð á sviði flugvirktar,
b) gerð tillagana um breytingar á reglum eða löggjöf sem miða að aukinni samhæfingu og skilvirkni við framkvæmd flugvirktar eins og tilefni er til og
c) annað sem ráðherra felur því. Í 3. mgr. 57. gr. e segir að ráðherra skipi tvo fulltrúa í flugvirktarráð án tilnefningar. Skal annar vera formaður en hinn varaformaður. Aðra fulltrúa í ráðinu skipar ráðherra úr hópi opinberra aðila og annarra sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför, farþega, farangur og farm eftir tilnefningu.

Flugvirktarráð er þannig skipað:

 • Friðfinnur Skaftason, sérfræðingur og jafnframt formaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
 • Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur og jafnframt varaformaður, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
 • Þorvaldur H. Þórðarson, tilnefndur af Matvælastofnun,
 • Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia ohf., tilnefndur af Isavia ohf.,
 • Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs, tilnefnd af Samgöngustofu,
 • Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tilnefndur af Embætti landlæknis,
 • Hildur Reykdal, leyfafulltrúi, tilnefnd af Útlendingastofnun,
 • Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður, tilnefnd af Tollstjóra Íslands,
 • Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, tilnefndur af Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum,
 • Júlía Þorvaldsdóttir, starfandi sviðsstjóri, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands.
   

Skipunartími er frá og með 1. desember 2016 til og með 30. nóvember 2019 eða til þriggja ára.

Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira