Með vísan til ákvæða 31. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sex menn í Framkvæmdanefnd búvörusamninga. Ráðherra tilnefnir tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera formaður. Ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins tilnefnir einn fulltrúa og Bændasamtök Íslands tilnefna þrjá fulltrúa. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga er sjálfstæð í störfum sínum og setur sér starfsreglur. Framkvæmdanefnd búvörusamninga er samráðsvettvangur samningsaðila um framkvæmd samninga skv. 30. gr. búvörulaga. Nefndin er ráðherra til ráðgjafar við framkvæmd samninga skv. 30. gr. Hún tekur ákvarðanir um tilfærslur framlaga milli einstakra samningsliða og greiðslutilhögun framlaga. Ákvarðanir í nefndinni skulu teknar með einföldum meirihluta atkvæða. Séu ákvæði jöfn sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Ákvarðanir Framkvæmdanefndar búvörusamninga eru endanlegar á stjórnsýslustigi. Fundargerðir og ákvarðanir nefndarinnar skal birta opinberlega.
Í nefndinni eiga sæti:
• Ása Þórhildur Þórðardóttir, skipuð formaður án tilnefningarVaraformaður: Eggert Ólafsson, skipaður án tilnefningar
• Arnar Freyr Einarsson, skipaður án tilnefningar
Varamaður: Elísabet Anna Jónsdóttir, skipaður án tilnefningar
• Guðrún Ögmundsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Varamaður: Hrafn Hlynsson, tilnefndur af sama
• Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
Varamaður: Guðný Helga Björnsdóttir, tilnefnd af sama
• Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
Varamaður: Oddný Steina Valsdóttir, tilnefnd af sama
• Katrín María Andrésdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
Varamaður: Gunnar Þorgeirsson, tilnefndur af sama.