Skv. 13. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal í sérhverju ráðuneyti starfa jafnréttisfulltrúi sem hefur sérþekkingu á jafnréttismálum. Jafnréttisfulltrúi fjallar um og hefur eftirlit með jafnréttisstarfi á málefnasviði viðkomandi ráðuneytis og stofnana þess, þar á meðal skal hann vinna að kynjasamþættingu á málefnasviði ráðuneytisins. Jafnréttisfulltrúi skal árlega senda Jafnréttisstofu greinargerð um stöðu og þróun jafnréttismála á málefnasviði viðkomandi ráðuneytis. Hlutverk jafnréttisnefndar ráðuneytisins er að tryggja órofið samhengi jafnréttismála innan ráðuneytisins, fylgjast með stöðu þeirra á hverjum tíma og gera tillögur um úrbætur og framfarir eftir því sem tilefni gefast. Þá skal nefndin einnig endurskoða jafnréttisáætlun ráðuneytisins annað hvert ár.
Nefndina skipa:
- Þórir Hrafnsson, formaður
- Baldur Arnar Sigmundsson
- Kristín Edda Sigfúsdóttir