Hoppa yfir valmynd

Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa

ÁskriftirÚrskurðir nefndar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Skipuð samkvæmt lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup, með síðari breytingum, og kveður reglugerð 766/2006 frekar á um starfsemi nefndarinnar. Aðilar að lausafjár, þjónustu- og neytendakaupum geta óskað eftir áliti nefndarinnar varðandi ágreining um réttindi og skyldur. Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

Í reglugerðinni er kveðið á um að nefndarmenn skuli vera þrír. Ráðherra skipar einn nefndarmanna án tilnefningar en hinir tveir koma frá Neytendasamtökunum og Samtökum atvinnulífsins. Kærunefndin er hjá Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík og tekur hún við kvörtunum til nefndarinnar í rafrænni málsmeðferð.

Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa 2017-2019

Nefndin er þannig skipuð:

  • Áslaug Árnadóttir, skipuð formaður án tilnefningar  
  • Jón Rúnar Pálsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins

                    Varamaður: Kristín Þóra Harðardóttir, tilnefnd af sama

  • Hrannar Már Gunnarsson, tilnefndur af Neytendasamtökunum

                    Varamaður: Ívar Halldórsson, tilnefndur af sama.

 

 

Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira