Hoppa yfir valmynd

Mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði

Heilbrigðisráðuneytið

Samkvæmt reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi skipar ráðherra þrjá sérfræðilækna í mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði. Nefndin skal kalla til sérfræðinga innan sérsviða læknisfræði, eftir þörfum.

Nefndin skal meta og staðfesta marklýsingar fyrir starfsnám til starfsleyfis skv. 4. gr. og samþykkja marklýsingu einstaka sérnámsbrauta fyrir formlegt sérnám skv. 7. og 8. gr., sbr. 10. gr. Þá skal nefndin jafnframt meta hæfi heilbrigðisstofnunar eða deildar heilbrigðisstofnunar til að öðlast viðurkenningu sem kennslustofnun fyrir starfsnám til lækningaleyfis skv. 4. gr. og til að annast sérnám skv. 7. og 8. gr.

Nefndin setur sér starfsreglur sem staðfestar skulu af ráðherra. Í þeim skal meðal annars kveðið á um þau viðmið sem hafa skal til hliðsjónar við mat á marklýsingum, við mat á stofnunum og hvernig samráði skuli háttað við stofnanir sem metnar eru hverju sinni.

Nefndina skipa

  • Reynir Tómas Geirsson, tiln. af Læknadeild Háskóla Íslands, formaður
  • Anna Björg Aradóttir, tiln. af Embætti landlæknis
  • Elínborg Bárðardóttir, tiln. af Læknafélagið Íslands

Varamenn

  • Hrönn Harðardóttir, tiln. af Læknadeild Háskóla Íslands
  • Björn Geir Leifsson, tiln. af Embætti landlæknis
  • Jón Steinar Jónsson, tiln. af Læknafélagi Íslands

Starfsmaður nefndarinnar er Svafa K. Pétursdóttir, verkefnastjóri
Menntadeild, Ármúla1a, 108 Reykjavík.

Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra frá 17. ágúst 2015 til 16. ágúst 2019.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira