Hoppa yfir valmynd

Verkefnastjórn um framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Forsætisráðuneytið

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að vinna að innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi og greiningu á stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum. Verkefnastjórnin sinnir jafnframt alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hefur umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin og vinnu við innleiðingu þeirra má nálgast á heimsmarkmidin.is

Skipan nefndar:

Aðalmenn

 • Fanney Karlsdóttir, formaður, tilnefnd af forsætisráðuneyti
 • Arnheiður Ingjaldsdóttir, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
 • Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • Áslaug Karen Jóhannsdóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneyti
 • Ásthildur Knútsdóttir, tilnefnd af velferðarráðuneyti
 • Guðmundur V. Friðjónsson, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Gunnar Þorbergur Gylfason, tilnefndur af velferðarráðuneyti
 • Sunna Diðriksdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti
 • Helga Guðrún Jónasdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Herdís Helga Schopka, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti
 • Kjartan Dige Baldursson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
 • Darri Eyþórsson, tilnefndur af Hagstofu Íslands

Áheyrnarfulltrúar 

 • Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna
 • Nilsina Larsen Einarsdóttir, ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira