Hoppa yfir valmynd

Prófnefnd verðbréfaréttinda

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Prófnefnd verðbréfaréttinda hefur umsjón með prófi til öflunar verðbréfaréttinda sem að jafnaði skal haldið einu sinni á ári. Nefndin starfar á grundvelli 41. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.

Ráðherra skipar fimm manna prófnefnd til fjögurra ára í senn. Tveir nefndarmenn skulu vera tilnefndir af samstarfsnefnd háskólastigsins. Skal annar þeirra gegna fullu starfi hjá viðskiptadeild háskóla sem hefur leyfi til að útskrifa viðskiptafræðinga og hinn skal gegna fullu starfi við lagadeild háskóla sem hefur leyfi til að útskrifa lögfræðinga sem metnir eru fullnægjandi að lögum til að öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. Einn nefndarmaður skal tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja og einn skal tilnefndur sameiginlega af rekstraraðilum markaða á Íslandi. Einn skal skipa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Varamenn skal skipa með sama hætti.

Í nefndinni sitja (skipuð 2021-2025):

  • Guðmundur Kári Kárason, formaður, án tilnefningar
  • Hersir Sigurgeirsson, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins
  • Kristín Rafnar, tilnefnd af Kauphöll Íslands
  • Valgerður Sólnes, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins
  • Yngvi Örn Kristinsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja

Til vara:

  • Brynjar Örn Ólafsson, tilnefndur af Kauphöll Íslands
  • Elín Jónsdóttir, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins
  • Jóna Björk Guðnadóttir, tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja
  • Már Wolfgang Mixa, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins

Starfsmaður:

  •  Ólöf Stefánsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu

Vefsíða prófnefndar verðbréfaréttinda  

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum