Prófnefnd verðbréfaviðskipta hefur umsjón með prófi í verðbréfaviðskiptum sem að jafnaði skal haldið einu sinni á ári. Nefndin starfar á grundvelli 53. greinar laga um fjármálafyrirtæki.
Ráðherra skipar prófnefnd verðbréfaviðskipta til fjögurra ára. Í nefndinni eiga sæti fimm menn. Tveir nefndarmenn skulu tilnefndir af samstarfsnefnd háskólastigsins, sbr. lög um háskóla, þar af skal annar vera í fullu og föstu starfi hjá viðskiptadeild háskóla sem hefur leyfi til að útskrifa viðskiptafræðinga og hinn vera í fullu og föstu starfi hjá lagadeild háskóla sem hefur leyfi til að útskrifa lögfræðinga sem njóta undanþágu frá I. hluta prófs í verðbréfaviðskiptum. Einn nefndarmaður skal tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja og einn sameiginlega af kauphöll og skipulegum verðbréfamörkuðum skv. lögum um kauphallir. Loks skal einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.
Í nefndinni sitja (skipuð 2017-2021):
- Guðmundur Kári Kárason, formaður, án tilnefningar
- Hersir Sigurgeirsson, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins
- Kristín Rafnar, tilnefnd af Kauphöll Íslands
- Valgerður Sólnes, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins
- Þóra Margrét Þórsdóttir, tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja
Til vara:
- Helga Kristín Auðunsdóttir, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins
- Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, tilnefnd af Kauphöll Íslands
- Már Wolfgang Mixa, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins
- Yngvi Örn Kristinsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja
Starfsmaður:
- Ólöf Stefánsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu