Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál

Samkvæmt erindisbréf samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga frá 28. ágúst 2009 er nefndinni ætlað að:

 • afla ýmissa gagna um stöðu efnahagsmála og greina þróun þeirra
 • fjalla um og greina áhrif af ýmsum forsendum í þjóðhagsspá á fjármál sveitarfélaga
 • veita umsagnir á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga
 • vinna að samhæfingu í fjármálastjórn opinberra aðila, ásamt því að vinna að sameiginlegum ramma fyrir skuldastýringu opinberra aðila og fyrirtækja í eigu þeirra
 • þróa aðferðir og líkön fyrir ríki og sveitarfélögum til að spá fyrir um áhrif efnahagslegra aðstæðna á fjármál hins opinbera
 • vera sveitarfélögum og ríki til ráðgjafar um fjármálalegar og efnahagslegar forsendur fjárhagsáætlana og annarra áætlanagerðar
 • fjalla um álitamál sem upp kunna að koma vegna kostnaðarmats lagafrumvarpa og reglugerða sem áhrif hafa á fjármál sveitarfélaga
 • skila greinagerð um efnahagsmál og þróun í fjármálum ríkis og sveitarfélaga
 • skila mati á stöðu og þróun fjármála ríkis og sveitarfélaga og skila formlega skoðun sinni á helstu forsendum fyrir fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga.

Nefndin er þannig skipuð:

Frá ríki:
 • Jóhann Rúnar Björgvinsson, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
 • Högni Haraldsson, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
 • Guðrún Þórdís Guðmundsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
 • Bergur Sigurjónsson, innanríkisráðuneytinu

Frá sveitarfélögum:

 • Benedikt Þór Valsson, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Birgir Björn Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg
 • Sigurður Snævarr, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

 ,

Tegund

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn