Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2020 Heilbrigðisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Að lifa með veirunni - dagskrá samráðsfundar 20. ágúst

- Útsendingarsíða: Beint streymi

Heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið efnir til samráðsfundar í formi vinnustofu fimmtudaginn 20. ágúst um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið. Efnt er til samráðsins í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.

Streymt verður beint frá fundinum sem markar upphaf samráðsins en afraksturinn verður birtur í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að stilla saman strengi og móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu við mótun aðgerða vegna Covid-19 á næstu misserum. Við vitum ekki hve lengi kórónaveiran verður áhrifavaldur í samfélaginu og verðum að búa okkur undir að lifa með henni til lengri tíma. Því er víðtækt samráð sem þetta mikilvægt.

Vegna sóttvarna er fjölda þátttakenda á fundinum þröngur stakkur skorinn. Til að gefa sem flestum kost á að fylgjast með verður streymt beint frá fundinum á vef Stjórnarráðsins og einnig mun RÚV sýna beint frá fundinum á RÚV 2.

Nánari upplýsingar um efni og markmið fundarins má lesa um í blaðagrein Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra Samtal um leiðarljós sem birt var í gær.

Samráðsfundur á Hótel Hilton Nordica 20. ágúst kl. 9-13 
Fundarstjóri: Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur 
Verkefnistjóri: Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir (Landspítala)

Dagskrá

08:30 

Skráning og morgunkaffi  

09:00

Opnun

09:10

Ávarp heilbrigðisráðherra

09:20

Örerindi  

 • Bergur Ebbi Benediktsson
 • Guðrún Johnsen hagfræðingur   
  - Hagræn áhrif Covid
 • Henry Alexander Henryson heimspekingur  
  - Að lifa heimspekilega með veirunni
 • Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor HÍ 
  - Velferð og menntun barna og ungmenna á tímum Covid
 • Una Hildardóttir forseti LUF 
  - Framtíðin og Covid  
10:30

Vinnuhópar

 1. Heilsa og heilbrigðisþjónusta (salur D)
 2. Menning, íþróttir og dægradvöl (salur H)
 3. Menntun (salur I)
 4. Atvinnulíf (salur F)
 5. Almannaöryggi (salur G)
 6. Velferð (stóri salur)
11:50

Samantekt borðstjóra

12:30

Pallborð 

 • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra 
 • Alma D. Möller landlæknir
 • Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir  
 • Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. 
 

12:50 Lok fundar og næstu skref

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum