Hoppa yfir valmynd
18. október 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Framlengdur umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítala

Landspítali - myndHeilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja  umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember næstkomandi. Í upphaflegri auglýsingu um embættið var veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hefur nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið er í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, þ.e. til 1. mars næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum