Hoppa yfir valmynd
25. október 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun

Matvælaráðherra kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun - myndiStock/george mkheidze

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráðamenn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni.

Í erindi sínu til Matvælastofnunar óskar ráðherra einnig eftir upplýsingum um hvort stofnunin telji skort á heimildum í lögum til að tryggja velferð dýra og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar aðstæður krefjast.

Jafnframt er farið fram á að stofnunin upplýsi matvælaráðherra um stefnu sína hvað varðar upplýsingamiðlun til almennings meðan þær aðgerðir sem snúa að velferð dýra standa yfir og eftir að þeim lýkur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum