Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2021 Forsætisráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála

Alls bárust 22 umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út 20. ágúst sl. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af forsætisráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum um ráðgefandi nefndir um embætti við Stjórnarráð Íslands. Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára.

Nöfn umsækjenda:

 • Ari Matthíasson, deildarstjóri
 • Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra
 • Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri
 • Einar Hlöðver Sigurðsson, vöruþróunarstjóri
 • Gerður Guðrún Árnadóttir, sérfræðingur í ráðgjöf verðbréfa- og lífeyrisþjónustu
 • Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
 • Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
 • Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri
 • Ingunn Sigríður Þorsteinsdóttir, rekstrarhagfræðingur
 • Jóhann Kristjánsson, ráðgjafi
 • Jóna Guðný Káradóttir, viðskiptafræðingur
 • Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri
 • Lilja Dögg Jónsdóttir Donovan, sérfræðingur
 • Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri
 • Pétur Berg Matthíasson, settur skrifstofustjóri
 • Reynir Jónsson, sérfræðingur og verkefnastjóri stefnumótunar
 • Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri
 • Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur og verkefnastjóri
 • Þorsteinn Þorgeirsson, efnahagsráðgjafi
 • Þórlindur Kjartansson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
 • Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur

Skrifstofa stefnumála vinnur í umboði forsætisráðherra að stefnumótun og framgangi stefnumála ríkisstjórnarinnar með því að vinna að samhæfingu mála innan Stjórnarráðsins og utan, auka yfirsýn og forystu forsætisráðuneytisins og tryggja vandaðan undirbúning mála fyrir ráðherra og ríkisstjórn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira