Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2019 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Þjóðhagsráð tekur til starfa í breyttri mynd

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands hafa undirritað samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs.

Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Það er mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin, sveitarfélög, Seðlabankinn og öll heildarsamtök á vinnumarkaði skuli hafa náð samkomulagi um að vinna betur saman að því að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði í gegnum Þjóðhagsráð. Þegar Þjóðhagsráð var stofnað fyrir þremur árum ákváðu heildarsamtök launþega að taka ekki þátt, m.a. vegna þess að Þjóðhagsráð átti ekki að fjalla um félagslegan stöðugleika. Samráðsfundir stjórnvalda og vinnumarkaðarins á þessu kjörtímabili hafa reynst árangursríkir og því hefur skapast betra traust til að vinna saman í Þjóðhagsráði. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Þjóðhagsráð ræði félagslegan stöðugleika og reyndar einnig áhrif loftslagsbreytinga á efnahag og samfélag. Ég vænti mikils af störfum Þjóðhagsráðs í framtíðinni til að efla stjórnun efnahagsmála og bæta samskipti á milli hins opinbera, Seðlabankans og heildarsamtaka á vinnumarkaði.“

Meðfylgjandi er endurskoðað samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira