Hoppa yfir valmynd
6. október 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands

Vilborg Þ. Hauksdóttir - mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Vilborgu Þ. Hauksdóttur formann Sjúkratrygginga Íslands. Vilborg tekur við af Brynhildi S. Björnsdóttur sem hefur gegnt formennskunni frá árinu 2017 og eru henni þökkuð vel unnin störf á undanförnum árum.

Vilborg Hauksdóttir er lögfræðingur að mennt. Hún gegndi um árabil embætti skrifstofustjóra á skrifstofu almannatrygginga í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og starfaði áður hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þá vann hún um skeið hjá norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn. Hún gegndi starfi skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, síðar heilbrigðisráðuneytinu á árunum 2018 – 2019 og var um nokkurra mánaða skeið settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. 

Stjórn Sjúkratrygginga Íslands er svo skipuð:

  • Vilborg Þ. Hauksdóttir, lögfræðingur, formaður.
  • Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur, varaformaður.
  • Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi.
  • Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur.
  • Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Varamenn:

  • Vífill Karlsson, hagfræðingur.
  • Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira