Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2019 Matvælaráðuneytið

Ný vefgátt um vöktun veiðiáa

Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar á Hafrannsóknastofnun - mynd

Hafrannsóknastofnun hefur opnað á heimasíðu sinni sérstaka vefgátt um vöktun veiðiáa. Þar má finna fjölþættar upplýsingar sem varða laxeldi í sjó og vöktun veiðiáa í sambandi við það.

Á vefgáttinni eru m.a. veittar upplýsingar um veiðar og veiðistaði, upplýsingar um stofnstærð, fjölda áætlaðra eldislaxa skv. áhættumati, fjölda veiddra eldislaxa og hlutfall af áætlaðri heildarveiði. Einnig má finna upplýsingar um eldisstaði og fyrirtæki, áætlaða framleiðslu árið á undan og um strokulaxa. Þá er fyrirhugað að birta þar niðurstöður lúsatalninga.

Jafnframt geta þeir sem telja sig hafa veitt eldislax sent inn tilkynningu um veiðina á vefgáttina.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum