Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2021 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands

Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar Haukur Kristinsson. - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands tímabundið í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, eða til eins árs.

Eydís tekur við embættinu af Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, sem hefur látið að störfum af eigin ósk og ákveðið að hverfa til síns fyrra starfs hjá Náttúrustofu Norðausturlands.

Við embætti Eydísar hjá Landmælingum tekur Gunnar Haukur Kristinsson til eins árs, en hann hefur undanfarið verið staðgengill Eydísar.

Eydís hefur starfað hjá Landmælingum frá árinu 1999 og sem forstjóri stofnunarinnar frá 2019, eftir að hafa áður verið settur forstjóri frá 2018 og staðgengill forstjóra frá 2007.

Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) og Dipl. í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Eydís er með landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Gunnar Haukur hefur starfað hjá Landmælingum frá árinu 1999 og sem forstöðumaður sviðs frá 2011. Hann hefur verið staðgengill forstjóra frá 2019.

Gunnar Haukur er með B.Sc.-gráðu í Landafræði og Diplómu í Landafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira