Hoppa yfir valmynd
26. mars 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Framkvæmdir fjármagnaðar vegna ferðamanna við gosstöðvar á Reykjanesi

Jarðeldar á Reykjanesi - myndIstock/Þórir Ingvarsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að 10 milljónir kr til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi. Útbúin hefur verið gróf ætlun í samvinnu við Grindavíkurbæ um það sem til stendur að gera. Gönguleið hefur nú verið stikuð en ráðgert er að farið verði í ýmiss önnur verkefni eins og að útbúa púða fyrir aðstöðusköpun ásamt salernisaðstöðu, bílastæði, skilti og merkingar, frágangur á slóðum utan Suðurstrandarvegar.

Styrkurinn er veittur til Grindavíkurbæjar en sveitarfélagið munu halda utan um þær framkvæmdir sem til stendur að gera.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

Þá hefur jafnframt verið komið fyrir teljara á göngustíg sem liggur að eldstöðvunum svo fylgjast megi með umferð. Tölur verða birtar í Mælaborði ferðaþjónustunnar eins og er með fjölda ferðamannastaða um land allt.

 

Sjá einnig: 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira