Hoppa yfir valmynd
16. desember 2020 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Orkuskipti 2020 – úthlutun styrkja úr Orkusjóði

  - myndJohannes Jansson/norden.org

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að fela Orkusjóði að veita 192 milljónum kr. til 55 verkefna í orkuskiptum af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. 

Sótt var um rúmar 482 milljónir kr til 76 verkefna. Flest verkefnin styðja við áframhaldandi rafvæðingu bílaflotans. Áherslan er nú á bílaleigur, samgöngufyrirtæki og sveitarfélög. Einnig er stutt við uppbyggingu innviða til nýtingar á metangasi og raforku til fóðurpramma í fiskeldi. Þessi verkefni eiga það öll sammerkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni notkun á innlendri og vistvænni orku.

Styrkþegum er óskað til hamingju og velgengni við framkvæmdir.

Nánari upplýsingar um einstaka styrki Orkusjóðs árið 2020 má sjá hér 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira