Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2001 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dreifibréf 4/2001- Vinnuvernd

Fjármálaráðuneytið
Starfsmannaskrifstofa
Nóvember 2001/smh
Dreifibréf 4/2001

VINNUVERND
Upplýsingar um 9. gr. reglna Vinnueftirlits ríkisins nr. 498/1994, um skjávinnu. Augn- og sjónvernd starfsmanna.

Uppfært*

Á grundvelli laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, hafa fjölmargar reglugerðir og reglur um vinnuvernd verið settar. Þar á meðal eru reglur vinnueftirlitsins nr. 498/1994, um skjávinnu. Í 9. gr. reglnanna er kveðið á um augn- og sjónvernd starfsmanna.

9. gr. reglna um skjávinnu er svohljóðandi:

9. gr.
augn- og sjónvernd starfsmanna
"1. Starfsmenn skulu eiga rétt á að hæfur aðili prófi augu þeirra og sjón á viðeigandi hátt:
-áður en skjávinna hefst
-með jöfnu millibili eftir það
-ef fram koma vandkvæði tengd sjón sem gætu átt rót að rekja til skjávinnu.

2. Starfsmenn skulu eiga rétt á skoðun hjá augnlækni ef niðurstöður prófsins sem um getur í 1. mgr. gefa til kynna að þess þurfi.

3. Sjá verður starfsmanni fyrir sérstökum búnaði til úrbóta sem hæfir því starfi sem um er að ræða ef niðurstöður prófsins eða skoðunarinnar sem um getur í 1. og 2. mgr. sýna að það sé nauðsynlegt og ekki er hægt að nota venjuleg gleraugu, snertilinsur eða því um líkt.
4. Ráðstafanir sem gerðar eru samkvæmt þessum reglum mega aldrei hafa í för með sér aukakostnað fyrir starfsmenn."


Í samræmi við ákvörðun stjórnar Vinnueftirlits ríkisins frá 26. febrúar 1996 gilda eftirfarandi viðmiðanir við túlkun á ofangreindri grein:

1. Þurfi starfsmaður nauðsynlega á búnaði til sjónleiðréttingar að halda vegna skjávinnu sérstaklega, að mati augnlæknis, skal vinnuveitandi leggja honum til slíkan búnað, þ.á m. sérstök gleraugu. Búnaðurinn telst eign vinnuveitandans.
2. Ef augnlæknir telur nauðsynlegt að starfsmaður noti gleraugu með tví- eða fleirskiptum brennivíddum í stað sérstakra gleraugna fyrir skjávinnu, er eðlilegt að vinnuveitandi taki þátt í kostnaði við slík gleraugu.

Starfsmanni ber að snúa sér til vinnuveitanda áður en ráðist er í kaup hjálpartækja, svo sem gleraugna, og hlíta fyrirsögn hans um það hvernig skuli að slíku staðið. Að öðrum kosti ber vinnuveitanda ekki skylda til þess að taka þátt í kostnaði.

Varðandi kostnaðarþátttöku vinnuveitanda í gleraugnakaupum eru eftirfarandi reglur til hliðsjónar:

1. Vinnuveitanda ber aðeins að greiða þann lágmarksútbúnað sem unnt er að komast af með.
2. Hafi starfsmaður sérstakar óskir í þessum efnum, s.s. um sérstaka umgjörð eða gleraugu með fleirskiptum brennivíddum verður, hlutur vinnuveitanda í kaupunum aldrei meiri en sem nemur þeim lágmarkskostnaði sem unnt hefði verið að komast af með.


Sjá nánar um vinnu við tölvur og reglur um skjávinnu nr. 498/1994 á vef Vinnueftirlitsins.



* Dreifibréf þetta kemur í stað vinnureglna nr. 3/1996, dags. 2. maí 1996.

------------------------------------------

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum