Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun

Samningur um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun

Heiti: Samingur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun í löndum,
sérstaklega í Afríku, sem eiga við alvarlegan vanda að etja af völdum þurrka og/eða
eyðumerkurmyndunar. (United Nations Convention to Combat Desertification in those Countries
Experiencing Serious Drought and/or Desertification, Particularly in Africa). (CCD)

Markmið: Að vinna gegn eyðimerkurmyndun og draga úr skaðlegum afleiðingum þurrka í löndum
sem eiga við alvarlegan vanda að etja af völdum þurrka og/eða eyðimerkurmyndunar.

Eðli samnings og vörsluaðili: Alþjóðlegur samningur í vörslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. 175 aðildarríki júní 2001.

Dagsetning: Gerður í París 17. júní 1994 og öðlaðist gildi 26. desember 1996.

Texti samnings: (PDF skjal - 269 KB)

Aðild Íslands: 3. júní 1997, öðlaðist gildi 1. september 1997; Stj.tíð. C16/1997.

Bókanir: Engar.

Breytingar: Engar.

Stjórn: Ákvarðanir eru teknar á aðildarríkjaþingi sem haldin eru árlega.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við utanríkis- og
landbúnaðarráðuneyti

Framkvæmd: Landgræðsla ríkisins og Þróunarsamvinnustofnun

Þátttaka í fundum: Umhverfisráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið

Upplýsingagjöf: Umhverfisráðuneytið (skýrslur um framkvæmd samningsins).

Ákvæði: Samningurinn hefur að geyma fimm svæðisbundna viðauka.
Viðauki I: Svæðisbundnar framkvæmdir í Afríku.
Viðauki II: Svæðisbundnar framkvæmdir í Asíu.
Viðauki III: Svæðisbundnar framkvæmdir í rómönsku Ameríku og á Karíbasvæðinu.
Viðauki IV: Svæðisbundnar framkvæmdir við norðanvert Miðjarðarhaf.
Viðauki V: Svæðisbundnar framkvæmdir í mið- og austur Evrópu.

Heimasíða: Secretariat of the Convention to Combat Desertification.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira