Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Baselsamningur

Baselsamningurinn um flutning og förgun spilliefna

Heiti:
- Alþjóðasamningur um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra.
- Basel Convention on the Control of Transboundary Movements of Hazardous Wastes
and their Disposal. (Basel Convention)

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur.
- Í vörslu aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
- 150 aðildarríki í júní 2002

Dags.:
- Gerður í Basel 22. mars 1989.
- Öðlaðist gildi 5. maí 1992.

Aðild Íslands:
- Aðild 28. júní 1995, öðlaðist gildi 26. september 1995. Stj.tíð. C 13/1995.

Bókanir:
- Bókun gerð í Basel 10. desember 1999, hefur ekki öðlast gildi

Breytingar:
- Breyting gerð í Genf 22. sept. 1995, hefur ekki öðlast gildi.
Aðild Íslands: Verið er að vinna að starfestingu.

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundi aðildarríkja sem haldið er annað hvert ár.
- Skrifstofa samningsins sér um eftirlit með framkvæmd samningsins. Hún er í tengslum
við UNEP og er staðsett í Genf.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið
Framkvæmd: Umhverfisstofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

Markmið:
- Að koma á fót (set up) skyldum fyrir aðildarríki með því augnamiði að:
+ lágmarka flutninga á úrgangi, sem fellur undir samninginn, á milli landa;
+ lágmarka magn og eiturhrif þess hættulegs úrgangs sem myndað er og tryggja
umhverfisvæna meðferð þess eins nálægt og mögulegt er þeim stað þar sem það er
framleitt,
+ aðstoða þróunarlöndin við umhverfisvæna meðferð þess hættulega úrgangs og annars
úrgangs sem þau framleiða.

Ákvæði:
- Samningurinn nær til úrgangsefna, sem skilgreind eru í samningnum og í landslögum
inn- og útflutningsaðila sem hættuleg úrgangsefni. Undantekin eru geislavirk úrgangsefni
og úrgangsefni sem falla til í venjulegum rekstri skipa.
- Í samningnum er mikið af almennum skuldbindingum svo sem að gera ráðstafanir til að
draga úr magni hættulegs úrgangs, sjá fyrir förgunarstöðum, gera kröfur til fyrirtækja sem
sjá um meðferð hættulegs úrgangs, leyfa ekki útflutning til ríkja þar sem ástæða er til að
ætla að með úrgangsefnin verði ekki farið á æskilegan hátt og margt fleira. Aðilar skulu
gera viðeigandi ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og löggjafar til að koma í framkvæmd
og framfylgja ákvæðum samningsins.
- Tilnefna skal lögbær stjórnvöld eitt eða fleiri og eitt miðstjórnarvald og skýra umsjónar-
skrifstofu innan þriggja mánaða frá því samningurinn öðlast gildi, hvaða embætti tilnefnd
hafa verið.
- Útflutningsríki skal tilkynna skriflega lögbærum stjórnvöldum í innflutningsríki og
umflutningsríki um allan flutning á úrgangsefnum, sem fyrirhugaður er. Útflutning má
ekki heimila fyrr en fengið er skriflegt samþykki um- og innflutningsríkis og að fyrir
hendi sé samningur milli útflytjanda og þess sem á að farga efnunum. Tilkynna skal
lögbæru stjórnvaldi útflutningsríkis um viðtöku úrgangsefnanna og á hvern hátt þeim
hefur verið fargað. Ef ekki reynist unnt að flytja eða farga úrgangi samkvæmt samningi,
skal útflutningríki sjá til þess að hann sé fluttur til baka, þótt flutningur hafi áður verið
samþykktur.
- Aðilar sem banna innflutning á hættulegum úrgangi eða öðrum úrgangi skulu tilkynna
það öðrum aðildarríkjum. Þau skulu þá banna eða alltént ekki heimila útflutning
hættulegs úrgangs til þeirra aðildarríkja sem hafa bannað innflutning á slíkum úrgangi.
- Aðilar skulu banna útflutning á hættulegum úrgangi og öðrum úrgangi ef
innflutningslandið samþykkir ekki skriflega innflutninginn og hefur ekki bannað
innflutning á slíkum úrgangi.
- Aðilar skulu banna öllum einstaklinum er falla undir löggjöf landsins að flytja eða farga
hættulegum úrgangi eða öðrum úrgangi, nema því aðeins að þeir hafi heimild til þess.
- Útflutningsríki skulu ekki heimila framleiðenda hættulegs úrgang eða annars úrgangs að
hefja flutning þess á milli landa áður en þau hafa fengið skriflega staðfestingu á því að
viðkomandi hafi fengið skriflegt samþykki frá innflutningsríkinu.
- Aðilar skulu vinna saman að því að bæta og koma á umhverfisvænni meðferð á
hættulegum úrgangi og öðrum úrgangi.
- Ef slys verður á meðan flutningi hættulegs úrgangs eða annars úrgangs stendur á milli
landa eða við förgun þess, og líklegt er að hætta skapist fyrir heilsu fólks og fyrir
umhverfið í öðrum ríkjum, skal þeim tilkynt um slysið án tafar.
- Koma skal á viðeigandi landslögum til aðkoma í veg fyrir og refsa fyrir ólöglega
flutninga hættulegra úrgangsefna.
- Aðilar skulu gera bókun svo fljótt sem unnt er um ábyrgð og bætur tjóns af flutningi
hættulegra úrgangsefna og förgun þeirra.
- Aðilar skulu árlega senda skýrslu um næstliðið almanaksár. Í skýrslunni skal m.a. vera
upplýsingar um lögbær stjórnvöld og miðstjórnarvald, magn inn- og útflutnings
hættulegra úrgangsefna, uppruna, förgunaraðferðir og fleira.

Ákvæðum samingsins er framfylgt hér á landi með reglugerð ráðsins 259/9/EBE; öðlaðist
gildi með reglugerð 377/1994


- Viðaukar við samninginn eru sex:

Viðauki I: Flokkar eftirlitsskyldra úrgangsefna
Viðauki II: Flokkar úrgangs sem þarfnast sérstakrar athugunar
Viðauki III: Listi yfir auðkenni spilliefna.
Viðauki IV: Förgunaraðgerðir.
Viðauki V A: Upplýsingar sem gefa skal við tilkynningu.
Viðauki V B: Upplýsingar sem gefaskal á flutningsskjali.
Viðauki VI: Gerð


Upplýsingar:

Secretariat of the Basel Convention (SBC)
International Environment House
11-13 chemin des Anémones, Building D
CH-1219 Chatelaine
Switzerland

tel: +41-22 9178218
fax: +41-22 7973454
e-mail: [email protected]
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira