Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Fuglavernd

Alþjóðasamþykkt um fuglavernd.

Heiti:
- Alþjóðasamþykkt um fuglaverndun.
- International Convention for the Protection of Birds.

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur sem er að mestu leyti óvirkur þar sem tekið er á þessum málum í
Bernarsamningnum.
- Í vörslu Frakklands
- 10 aðildarríki.

Dags.:
- Gerður í París 18. október 1950.
- Öðlaðist gildi 17. janúar 1963.

Aðild Íslands:
- Aðild 28. janúar 1956, öðlaðist gildi sama dag. Stjt. A 14/1956.

Bókanir:
- Engar.

Breytingar:
- Engar.

Stjórn:
- Tengist Bernarsamningnum

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Náttúrufræðistofnun
Framkvæmd: Tengist Bernarsamningnum
Þátttaka í fundum: Tengist Bernarsamningnum
Upplýsingagjöf: Tengist Bernarsamningnum

Markmið:
- Að vernda villta fugla.

Ákvæði:
- Allir villtir fuglar skulu verndaðir. Stjórnvöld mega veita undanþágu frá þessari almennu
reglu í þágu vísinda og menntunar, og hvað varðar vargfugla.
- Aðildarríki skuldbinda sig til að:
+ veita viltum fuglum vernd á varptímanum;
+ veita farfuglum vernd á flugi til varpstöðva sinna;
+ vernda villta fugla í útrýmingarhættu, árið um kring;
+ banna almennt séð töku eggja, eggjaskurna og unga;
+ banna eða takmarka notkun tilgreindra veiðiaðferða;
+ gera skrá yfir þá fugla sem heimilt er að taka eða veiða;
+ gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir eyðingu (destruction) fugla vegna
vatnsmengunar, rafmagnslína, skordýraeiturs og annars eiturs;
+ fræða börn og almenning um nauðsyn þess að vernda fugla;
+ stofna verndarsvæði fyrir varpfugla.

Upplýsingar:

Bern Convention Secretariat
Eladio Fernandez-Galiano
Council of Europe
67075 STRASBOURG CEDEX
France

Tel: + 33 3 88 41 2259
Fax: +33 3 88 41 37 51
E-mail: [email protected]Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira