Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Íhlutun á úthafi

Íhlutun á úthafi vegna olíumengunaróhappa

Heiti:
- Alþjóðasamningur um íhlutun á úthafinu þegar óhöpp koma fyrir sem valda, eða geta
valdið, olíumengun.
- International Convention Relating to Intervention on the High Seas in Cases of Oil
Pollution Casualties (Intervantion Convention).

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur
- Í vörslu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).
- 75 aðildarríki í maí 2001.

Dags.:
- Gerður í Brussel 29. nóv. 1969.
- Öðlaðist gildi 6. maí 1975.

Aðild Íslands:
- Fullgiltur 17. júlí 1980; öðlaðist gildi 15. okt. 1980. Stjt. C 10/1980.

Bókanir:
- Gerð í London 2. nóvember 1973; öðlaðist gildi 30. mars 1983.
Ísland er ekki aðili.

Breytingar:
- Gerð 4. júlí 1991, öðlaðist gildi 30. mars 1993.
- Gerð 10. júlí 1996, öðlaðist gildi 19. des. 1997.

Stjórn:
- Engin.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun og samgöngu- og dómsmálaráðuneyti
Framkvæmd: Umhverfisstofnun í samráði við Landhelgisgæsluna
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun í tengslum við IMO þátttöku
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

Markmið:
- Að gera ríkjum kleift að grípa til aðgerða á úthafinu þegar óhöpp (skipsskaði) verða
sem valda, eða geta valdið, olíumengun innan lögsögu þeirra.

Ákvæði:
- Samningurinn skilgreinir hvenær og til hvaða aðgerða ríki er heimilt að beita vegna
skipsskaða á úthafinu til varnar gegn olíumengun, ef talið er að skipsskaðinn geti valdið
tjóni á umhverfi og nytjum innan lögsögu þess sé ekkert að gert.
- Samningurinn tekur til olíumengunar af völdum hráolíu, brennsluolíu, dísilolíu og
smurolíu.

Framkvæmd:


Upplýsingar:

International Maritime Organization
4 Albert Embankment
London SE1 7SR
United Kingdom

Tel: +44 20 7735 7611
Fax: +44 20 7587 3210
E-mail: [email protected]




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum