Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Kaupmannahafnarsamningur

Kaupmannahafnarsamningurinn um mengun sjávar

Heiti:
- Norrænn samningur um samvinnu í baráttu gegn mengun sjávar af völdum olíu og
annarra skaðlegra efna.
- Nordisk aftale om samarbejde vedrørende bekæmpelse af forurening af havet med
olie og andre skadelige stoffer.

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Svæðisbundinn samningur
- Í vörslu Danmerkur.
- Aðildarríki eru 5, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.

Dags.:
- Gerður í Kaupmannahöfn 29. mars 1993, öðlaðist gildi 16. janúar 1998.

Aðild Íslands:
- Staðfestur 3. júlí 1995, öðlaðist gildi 16. janúar 1998. Stjt. C 27/1995, 1/1998

Bókanir:
- Engar.

Breytingar:
- Engar.

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundi aðildarríkja sem haldnir eru árlega.
- Nokkrir vinnuhópar eru starfandi, sem sjá um framkvæmd ákvarðana funda aðildarríkjanna.
- Framkvæmdastjóri samnings mun sjá um eftirlit með framkvæmd hans.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun
Framkvæmd: Umhverfisstofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

Markmið:
- Að stuðla að gagnkvæmu samstarfi Norðurlandanna um viðbrögð við meiriháttar mengunaróhöppum á sjó er stafa af olíu og öðrum efnum og vinna að því að vernda tiltekin hafsvæði gegn hugsanlegum mengunaróhöppum. Samningurinn er trygging fyrir því að utanaðkomandi aðstoð berist þegar svo stór mengunaróhöpp verða að einstök ríki geta ekki ráðið ein við þau upp á eigin spýtur. Samningurinn tekur til innsævis, landhelgi, landgrunns og efnahagslögsögu aðilanna.

Ákvæði:
- Samningurinn hefur að geyma ákvæði um skyldur aðildarríkja hvað varðar búnað, vöktun
og þjálfun, ásamt kostnaði sem því fylgir.
- Halda uppi virku eftirliti innan eigin hafsvæðis og skuldbinda sig til að bregðast til hjálpar á
öðrum.
- Greiðslur skaðabóta.

Framkvæmd:
- Lög nr. 32/1986 og breytingar á þeim.

Upplýsingar:

Kaupmannahafnarsamningurinn um mengun sjávar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira