Alþjóðlegir umhverfissamningar - Lundúnarsamningur
Lundúnarsamningurinn um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar efna
Heiti:
- Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og
annarra efna í það.
- Convention on the Prevention of Marine Pollution by Dumping of Wastes and Other
Matter. (London Convention 1972).
Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur
- Í vörslu Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar (IMO), Mexíkó, [USSR], UK, og USA.
- 78 aðildarríki í ágúst 2002.
Dags.:
- Gerður í London 13. nóvember 1972.
- Öðlaðist gildi 30. ágúst 1975.
Aðild Íslands:
- Staðfestur 24. maí 1973; öðlaðist gildi 30. ágúst 1975. Stjt. C 17/1973 og C 1/1976.
Bókanir:
- Bókun gerð 7. nóvember 1996 í London; hefur ekki öðlast gildi
Aðild Íslands: Verið er að ganga frá staðfestingu.
Breytingar:
- Gerðar í London 12. okt. 1978; hafa ekki öðlast gildi. Viðauki um úrlausn ágreinings.
Ísland er aðili.
Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundi aðildarríkja og eru þær í formi samþykkta (resolutions).
- Fundir eru haldnir einu sinni á ári.
- Fundir aðildarríkja eru undirbúnir af sérstakri vísindanefnd aðildarríkjanna, sem fundar
árlega. Fjöldi undirnefnda.
- Skrifstofa samningsins sér um eftirlit með framkvæmd samningsins. Er í tengslum við
Alþjóðasiglingamálastofnunina
Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun og samgönguráðuneytið.
Framkvæmd: Umhverfisstofnun.
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun eftir ástæðum (tengist IMO þátttöku).
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun.
Markmið:
- Að stýra og koma í veg fyrir varp úrgangsefna og mengunarefna í sjó utan
landhelgisgrunnlína (þ.m.t. í úthöf) frá skipum og flugvélum og bruna úrgangsefna á hafi.
- Að stuðla að gerð hliðstæðra svæðisbundinna samninga (sbr. Oslóarsamninginn).
Ákvæði:
- Í samningnum eru reglur um varp úrgangsefna frá skipum og flugvélum, einkum efni sem
hættuleg eru umhverfinu s.s. lífræn þrávirk efni, efni sem valda krabbameini, nokkrar
tegundir þungmálma og geislavirk efni.
- Samningnum fylgja þrír viðaukar með nánari reglum um varp úrgangsefna:
Viðauki I:
Efni sem bannað er að varpa í hafið.
Viðauki II:
Efni sem varpa má í hafið að fengnu sérstöku leyfi stjórnvalda.
Viðauki III:
Efni sem varpa má í hafið að fengnu sérstöku leyfi stjórnvalda.
+ Hverju aðildarríki ber að fela ákveðnum yfirvöldum að framfylgja samningnum í
lögsögu þess, gefa út heimildir, halda skýrslur og vakta ástand sjávar.
+ Aðildarríki með sérstaka hagsmuni á ákveðnum hafssvæðum skulu gera með sér
samning um að vernda það gegn mengun.
+ Aðildarríki skulu vinna saman að því að þjálfa starfsfólk, útvega tækjabúnað til
rannsókna og vöktunar, og við förgun og meðferð úrgangs.
+ Aðildarríki skulu þróa reglur um mat á ábyrgð og úrlausn ágreinings.
+ Aðildarríki skulu stuðla að aðgerðum til að koma í veg fyrir mengun af völdum
kolvetna eða vegna annarra efna sem flutt eru (annarra en þeirra sem flutt eru til
varps), úrgangs sem til verður vegna reksturs skipa o.s.frv., geislavirkra
mengunarvalda, og efna frá athugunum á sjávarbotni.
- Í krafti samningsins hafa verið gerðar nokkrar mikilvægar samþykktir (resolutions), þ.ám.:
+ 1972, bann við varpi hágeislavirks úrgangs í hafið;
+ 1983, sjálfviljugt bann (moratorium) við varpi lág- og meðalgeislavirks úrgangs í hafið;
+ 1988, stöðvun brennslu úrgangs á hafi sem hættulegur er umhverfinu árið 1994;
+ 1990, bann við varpi iðnaðarúrgangs fyrir 1995.
+ 1993, bann við....
Framkvæmd:
Ákvæði samningsins hafa lagagildi hér á landi, sbr. l. nr. 53/1973. Til að framfylgja ákvæðum samningsins voru sett lög um varnir gegn mengun sjávar nr. 32/1986. Einnig eru enn í gildi lög nr. 20/1972 um bann við losun hættulegra efna í sjó, en þau lög taka einungis til skipa.
Lög nr. 14/1979 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar gegn olíu.
Upplýsingar:
International Maritime Organization
Office for the London Convention 1972
4 Albert Embankment
London SE1 7SR
United Kingdom
Tel: +44 207 735 7611
Fax: +44 207 587 3210