Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - MARPOL

Samningur um varnir gegn mengun frá skipum (MARPOL 73/78)

Heiti:
- Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum
samkvæmt bókun frá 1978.
- International Convention for the Prevention of Pollution from Ships 1973, as modified by the Protocol of 1978 relating thereto (MARPOL 73/78).

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur
- Í vörslu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).
- 121 aðildarríki í ágúst 2002.

Dags.:
- Gerður í London 2. nóvember 1973.
- Samningnum var breytt með bókun frá 1978 og öðlaðist gildi 2. október 1983.

Aðild Íslands:
- Aðild 25. júní 1985; öðlaðist gildi 25. sept.1985. Stjt. C 9/1985 og C 5/1989,13/1992.

Bókanir:
- Bókun gerð í Lundúnum 17. febr. 1978; öðlaðist gildi 2. okt. 1983.
Aðild Íslands: aðild 25. júní 1985; öðlaðist gildi 25. sept. 1985. Stjt. C 9/1985.
- Bókun (Viðauki III) gerð í Lundúnum 2. nóvember 1973.
Aðild Íslands: Samþykkt 30. júní 1989, öðlaðist gildi 1. júlí 1992.
Stjt. C 5/1989 og C 13/1992.
- Bókun (Viðauki V) gerð í Lundúnum 2. nóvember 1973.
Aðild Íslands: Samþykkt 30. júní 1989, öðlaðist gildi 30. september 1989. C 5/1989
- Bókun (Viðauki VI) gerð 26. sept. 1997, hefur ekki öðlast gildi

Breytingar:
- Fjöldi breytinga hafa verið gerðar á samningnum síðan 1984 sem hafa öðlast gildi en einna mikilvægasta breytingin sem gerð hefur verið, síðan bókunin 1978 var gerð, er breytingin sem gerð var 1992 og öðlaðist gildi 5. júlí 1995 og fjallar um reglur varðandi olíutanka skipa.

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundi umhverfisnefndar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar
(MEPC).
- Fundir eru haldnir á 8 mánaða fresti í húsakynnum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í
London.
- Skrifstofa Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sér um eftirlit með framkvæmd
samningsins.

Stefnumörkun Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun og samgönguráðuneytið
Framkvæmd: Umhverfisstofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

Markmið:
- Að koma í veg fyrir losun mengunarefna út í andrúmsloftið og í sjó, þ.m.t. í úthöf, frá
farartækjum á sjó, þ.m.t. fastir eða fljótandi pallar sem eru á siglingu eða í höfnum.

Ákvæði:
- Samningurinn hefur að geyma almenn ákvæði um skírteini skipa og sérstakar reglur um
skoðun skipa. Hann nær ekki einungis til olíu heldur og annarra efna sem valdið geta
mengun í hafi.

- Samningsaðilar skulu senda Alþjóðasiglingamálastofnuninni:
+ texta laga, fyrirmæla, tilskipana og reglugerða og annarra skjala sem út hafa verið
gefin um hin ýmsu mál innan gildissviðs samningsins,
+ skrá um tilnefnda skoðunarmenn eða viðurkenndar stofnanir sem heimilað er að starfa
fyrir þeirra hönd að stjórnun mála í tengslum við hönnun, smíði, tækjabúnað og
rekstur skipa sem flytja skaðleg efni í samræmi við ákvæði reglnanna (stjórnvöld skulu
þá jafnframt tilkynna um þær sérstöku skyldur þess valds sem tilnefndum
skoðunarmönnum eða viðurkenndum stofnunum er falið svo og um skilmála valdsins),
+ nægjanlegan fjölda sýnishorna af þeim vottorðum sem þeir gefa út samkvæmt
ákvæðum reglnanna,
+ skrá yfir móttökustöðvar og staðsetningu þeirra, stærð og tiltæka aðstöðu og önnur
sérkenni þeirra,
+ opinberar skýrslur eða úrdrátt opinberra skýrslna að svo miklu leyti sem þær sýna
árangur af beitingu samnings þessa,
+ árlega tölfræðilega skýrslu, í formi sem stofnunin hefur staðlað, um refsiaðgerðir sem
beitt hefur verið vegna brota á samningi þessum.

- Samningsaðilar skulu stuðla að eflingu tæknilegrar samvinnu.

- Samningurinn hefur að geyma sex viðauka með nákvæmum reglum um byggingu
farartækja og útbúnað þeirra. Ísland er aðili að þessum viðaukum að undanskildum
viðauka IV og VI.

Viðauki I:
Reglur um varnir gegn olíumengun frá olíuskipum sem eru 150 brl. eða stærri og
öðrum skipum yfir 400 brl.
Hægt er að skilgreina sérstök svæði í Viðaukanum sem eru viðkvæm eða þar sem
mengun er mjög mikil og setja strangari reglur um þau. Nokkur svæði hafa verið
svo skilgreint, þ.á.m. Eystrasaltið og Norður Íshafið.

Viðauki II:
Reglur um mengunarvarnir vegna flutninga á hættulegum fljótandi efnum í
fargeymum skipa. Skrá um efni sem reglurnar ná til.

Viðauki III:
Reglur um mengunarvarnir vegna flutninga á hættulegum efnum með skipum í
umbúðum eða lausum geymum og gámum.

Viðauki IV:
Reglur um frárennsli (losun skólps) frá skipum. Hefur ekki öðlast gildi.

Viðauki V:
Reglur um losun úrgangs frá skipum, einkum plastefna og þrávirkra efna, í hafið.
Losun þrávirks plastúrgangs er bönnuð. Losun umbúða er leyfð utan 25 sjómílna
og matarleifa utan 12 sjómílna.

Viðauki VI:
Reglur um loftmengun frá skipum. Hefur ekki öðlast gildi

Framkvæmd:
- Aðildarlönd sjá um að samþykktir verði útfærðar í heimalöndum ýmist með lögum,
reglugerðum eða tilmælum. Þetta eru almennt séð tæknilegar útfærslur og margar hverjar í
stöðugri endurskoðun.

Upplýsingar:

International Maritime Organization
4 Albert Embankment
London SE1 7SR
United Kingdom
Tel: +44 20 7735 7611
Fax: +44 20 7587 3210
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira