Alþjóðlegir umhverfissamningar - OSPAR
Samningur um verndun NA-Atlantshafsins (OSPAR)
Heiti:
- Samningur um verndun Norð-Austur Atlantshafsins.
- Convention for the Protection of the Marine Environment of the North-East Atlantic,
(OSPAR Convention).
Eðli samnings og vörsluaðili:
- Svæðisbundinn samningur
- Í vörslu Frakklands.
- 16 aðildarríki í maí 2001.
Dags.:
- Gerður í París 22. september 1992, öðlaðist gildi 25. mars 1998.
Texti samnings: (Texti skjal: 172 KB).
Aðild Íslands:
- Fullgiltur 2. júní 1997; öðlaðist gildi 25. mars 1998. Stjt. C 15/1997
Bókanir:
- Engar.
Breytingar:
- Engar.
Viðauki:
- Samingsauki eru þrír og viðaukar samningsins fimm.
Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundum OSPAR nefndarinnar og aðildarríkjanna sem haldnir eru
árlega.
- Nokkrar undirnefndir eru starfandi: Head of delegations (HOD) sem fundar tvisvar á ári, Environmental Assessment and Monitoring committee (ASMO), Trends and Effects of Substances in Marien Environment (SIME), Biodiversity Vommittee (BDC) og Point and Diffuse Sources (PDS) sem allar funda einu sinni á ári.
Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við sjávarútvegs- og samgönguráðuneytið
Framkvæmd:Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands
og sjávarútvegsráðuneytið
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun
og umhverfisráðuneytið (skýrslur um framkvæmd samningsins)
Markmið:
- Markmið samningsins er að koma í veg fyrir mengun Norðaustur-Atlantshafsins með því að
draga úr mengun frá landi, mengun af völdum varps og brennslu, og mengun frá
uppsprettum í hafi. Auk þess tekur hann á mati á ástandi hafsins og verndun og varðveislu
vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni hafsvæðisins.
Ákvæði:
- Samningurinn, sem er rammasamningur, skiptist í almenn ákvæði, fimm viðauka og þrjá
samningsauka sem eru hluti samningsins. Fjórir viðaukar og tveir samningsaukar voru
gerðir um leið og samningurinn. Viðauki fimm og samningsauki þrjú voru gerðir síðar.
Viðauki V Aðild Íslands 18. júní 2001, öðlaðist gildi 18. júlí 2001.
Samningsauki 3 Aðild Íslands 18. júní 2001, öðlaðist gildi 18. júlí 2001.
Viðaukarnir fimm og samningsviðaukarnir þrír eru tæknilegs eðlis og varða uppsprettur á
landi, varp eða brennslu á hafi, uppsprettur á hafi og umhverfisvöktun. Í samningsaukunum eru
skilgreind hugtökin besta fáanleg tækni og bestu umhverfisvenjur sem og skilgreind þau
viðmið sem lögð skulu til grundvallar við mat á því hvort hafsvæðið eða hluti þess telst
mengað. Aðild að samningnum felur jafnframt í sér aðild að upprunalegum viðaukum
hans. Þetta á þó ekki við um viðauka sem kunna að verða samþykktir síðar.
Helstu ákvæði viðaukanna (samningsins) eru:
1. Gera skal ráðstafanir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir og
útrýma mengun frá uppsprettum á landi og uppsprettum á hafi.
2. Sá er gerður ábyrgur sem valdur er að mengun og skal hann bera kostnað af ráðstöfunum
til að koma í veg fyrir mengun hafsvæðisins.
3. Grípa skal til ráðstafana til að koma í veg fyrir og útrýma mengun af völdum varps
eiturefna í hafið eða brennslu úrgangsefna sem og annarra efna í samræmi við ákvæði
samningsins.
4. Í samningnum er kveðið á um tilkynningaskyldu um varp dýpkunarefna.
5. Sett er bann við varpi lágs og meðal geislavirks úrgangs í hafið næstu 25 árin og all
þröngar skorður eftir það fyrir þá aðila sem vilja halda þessum möguleika opnum, þ.e. fyrir
Bretland og Frakkland.
6. Samningsaðilar skulu gera áætlanir um og ráðast í aðgerðir til að útrýma mengun sjávar
og byggja þar á nýjustu og bestu fáanlegri tækni og bestu umhverfisvenjum.
7. Ennfremur hefur samningurinn að geyma ákvæði um reglubundna könnun á ástandi
hafsvæðisins og um mat á árangri af þeim aðgerðum sem gripið er til og ráðgerðar eru til að vernda það.
8. Loks ber samningsaðilum að greina reglulega frá aðgerðum sínum í skýrslum sem lagðar skulu fyrir fund samningsaðila.
Mikilvægustu ákvæði samningsins fyrir Ísland eru þau ákvæði er varða varp skipa í hafið, sem og varp geislavirks úrgangs frá skipum og varp olíuborpalla í hafið. Viðaukar samningsins kveða á um að hindra eða koma í veg fyrir mengun við varp eða brennslu í hafi. Meginreglan er bann við varpi úrgangs eða brennslu í hafi nema í vissum undantekningartilfellum. Undantekningar eru t.d. varp fiskiúrgangs. Bann við varpi skolpúrgangs gengur í gildi 1. janúar 1999 en hvað varðar skip þá tekur bannið fyrst gildi 1. janúar 2005. Einungis Bretland og Írland notast enn við þetta varp.
Varp geislavirks úrgangs hefur valdið deilum milli samningsaðilanna. Þeir eru allir fylgjandi algjöru banni við varpi á geislavirkum úrgangi nem Bretland og Frakkland. Sú niðurstaða hefur þó náðst að bannað verður að varpa öllum geislavirkum úrgangi á því svæði sem samningurinn nær til í 15 ár frá 1. janúar 1993 að telja. Að þeim tíma loknum eða fyrr getur nefnd samningsaðila ákvörðun hvort bannið verði endanlegt, en slík ákvörðun verður hins vegar ekki bindandi fyrir þá er greiða atkvæði sitt á móti slíku banni.
Framkvæmd:
Hér á landi eru í gildi lög nr. 20/1972 um bann við losun hættulegra efna í sjó og lög nr. 32/1986 um varnir gegn mengun sjávar.
Upplýsingar:
OSPAR Secretariat
New Court
48 Carey Street
London WC2A 2JQ
United Kingdom
tel: +44 20 74305200
fax: +44 20 74305225
e-mail: [email protected]