Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Ramsarsamningur

Ramsarsamningurinn um votlendi

Heiti:
- Samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
- Convention on Wetlands of International Importance Especially as Waterfowl
Habitat (Ramsar Convention).

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur.
- Í vörslu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
- 124 aðildarríki 22. júní 2001.

Dags.:
- Gerður í Ramsar 2. febrúar 1971.
- Öðlaðist gildi 21. desember 1975.

Aðild Íslands:
- Aðild 2. desember 1977; öðlaðist gildi 2. apríl 1978. Stjt. C 1/1978.

Bókanir:
- Bókun gerð í París 3. desember 1982; öðlaðist gildi 1. okt. 1986.
Aðild Íslands: undirrituð 11. júní 1986, öðlaðist gildi 1. okt. 1986. Stjt. C 10/1986.

Breytingar:
- Breyting gerð í Regina 28. maí 1987; öðlaðist gildi 1. maí 1994
Aðild Íslands: staðfest 18. júní 1993, öðlaðist gildi 1. maí 1994. Stjt. C 19/1993

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar í formi bókana, breytinga eða tilmæla á þingi samningsaðila.
- Þingin eru haldin á þriggja ára fresti.
- Skrifstofa Ramsarsamningsins sér um eftirlit með framkvæmd samningsins og um
undirbúning funda. Hún er í tengslum við UNEP og IUCN.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun
Framkvæmd: Umhverfisstofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands

Markmið:
- Að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem
lífsvæði fyrir votlendisfugla.

Ákvæði:
- Hverju aðildarríki ber að tilnefna a.m.k. eitt votlendissvæði á skrá samningsins yfir
alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Í samningnum er votlendissvæði skilgreint mjög
víðtækt og nær m.a. yfir mýrar, flóa, fen og vötn með fersku, ísöltu eða söltu vatni, þar á
meðal sjó þar sem dýpi er innan við sex metra. (Á skrá samningsins eru nú 1073 svæði).
Votlendisfuglar eru þeir fuglar sem vistfræðilega byggja tilveru sína á votlendum.
- Í samræmi við markmið samningsins ber samningsaðilum að:
+ undirbúa og framkvæma skipulag þannig að stuðlað sé að vernd votlenda sem eru á
skránni, svo og skynsamlegri nýtingu votlenda innan lögsögu þeirra, svo sem unnt er,
+ tilkynna skrifstofu ef vistfræðileg sérkenni votlenda sem þeir hafa tilnefnt á skrá
samningsins, hafa breyst, eru að breytast eða eru líkleg til þess að breytast vegna
verklegra framkvæmda, mengunar, eða annarrar röskunar af mannavöldum,
+ stuðla að verndun votlenda og votlendisfugla með því að stofna friðlönd á votlendum,
hvort heldur þau eru á skránni eða ekki, og sjá um að gæsla þeirra sé fullnægjandi,
+ stuðla að rannsóknum og miðlun upplýsinga og rita um votlendi, gróður þeirra og
dýralíf,
+ leitast við að auka stofna votlendisfugla í heppilegum votlendum með viðeigandi
ráðstöfunum,
+ stuðla að þjálfun starfsliðs á sviði rannsókna, nýtingar og gæslu votlenda,
+ taka tillit til alþjóðlegra ábyrgðar sinnar á vernd, meðferð og skynsamlegri hagnýtingu
farandstofna votlendisfugla,
+ ráðgast innbyrðis um framkvæmd skuldbindinga er samþykkt þessi felur í sér.


Framkvæmd:
- Þrjú votlendissvæði hafa verið tilnefnd af hálfu Íslands: Mývatn-Laxá og Þjórsárver og
Grunnafjörður.


Upplýsingar:

Ramsar Convention Bureau
Rue Mauverney 28
CH-1196 Gland,
Switzerland
tel: +41-22 9990170
fax:+41-22 9990169
e-mail: [email protected]



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum