Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - viðbrögð gegn olíumengun

Viðbúnaður og viðbrögð gegn olíumengun (OPRC)

Heiti:
- Alþjóðasamningur um viðbúnað og viðbrögð gegn olíumengun og samstarf þar um.
- International Convention on Oil Pollution Preparedness, Response and Co-operation,
(OPRC)

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur
- Í vörslu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).
- 66 aðildarríki í ágúst 2002.

Dags.:
- Gerður í London 30. nóv. 1990.
- Öðlaðist gildi 13. maí 1995.

Aðild Íslands:
- Fullgiltur 21. júní 1993, öðlaðist gildi 13. maí 1995. Stjt. C 16/1993.

Bókanir:
- Breyting (HNS Protocol) gerð í London 15. mars 2000; hefur ekki öðlast gildi

Breytingar:
- Engar.

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundi umhverfisnefndar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar
(MEPC).
- Fundir eru haldnir á 8 mánaða fresti.
- Skrifstofa Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sér um eftirlit með framkvæmd samningsins.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun og samgönguráðuneytið.
Framkvæmd: Umhverfisstofnun.
Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun eftir ástæðum (tengist IMO þátttöku).
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun.

Markmið:
- Að koma í veg fyrir mengunaróhöpp á sjó af völdum olíu og að skapa grundvöll fyrir
alþjóðlega samvinnu og samhjálp um viðbrögð við mengunaróhöppum á sjó er stafa af olíu.

Ákvæði:
- Samningurinn leggur grunn að alþjóðasamstarfi sem mun nýtast til að bregðast við
mengunaróhöppum. Hann kemur þróunarlöndum og minni ríkjum til góða, þar sem þessi
ríki geta gert ráð fyrir utanaðkomandi hjálp þegar veruleg mengunaróhöpp gerast á
hafsvæði þeirra. Samtímis því gerir samningurinn nokkrar kröfur til þeirra aðildarlanda
sem óska eftir aðstoð. Aðildarlönd þurfa að uppfylla lágmarkskröfur er ná til skipulags
innan stjórnkerfisins, gerð viðbragðsáætlana, samskipta og samvinnu.
- Sérhvert skip aðildarlands, stjórnendur mannvirkja í hafi, stjórnendur hafna og
mannvirkja í lögsögu þess kal skulu hafa neyðaráætlun um hvernig bregðast á við
olíumengun.
- Aðildarríki skulu skylda þá aðila sem tilteknir eru í neyðaráætlunum að tilkynna atvik
sem hafa eða geta haft í för með sér losun olíu í hafið. Þá er fyrirmæli til annarra að
tilkynna slíka atburði.
- Nokkuð nákvæm ákvæði um með hvaða hætti aðildarríki eiga að bregðast við
mengunaróhöppum er stafa af olíu og hvenær er eðlilegt að tilkynna slík óhöpp til annarra
ríkja.
- Samningurinn leggur skyldur á aðildarríkin að koma upp eigin kerfum til að bregðast
með virkum hætti við olíumengunaróhöppum. Þá eru ákvæði um að lágmarksútbúnaður,
ákveðinn út frá hugsanlegri áhættu, skuli vera til taks í landinu til að bregðast við slíkum
óhöppum og þar skuli haldnar æfingar í notkun hans og tiltækar áætlanir um viðbrögð.
Sérstök áhersla er lögð á gildi fjarskiptabúnaðar í tengslum við viðbragðsáætlanir.
- Ákvæði í samningnum kveða á um með hvaða hætti alþjóðlegt samstarf um viðbrögð
við mengun getur verið, t.d. í formi ráðgjafar, tæknilegrar aðstoðar, láni á útbúnaði og
jafnvel lánsfjár til að bregðast við óhappi. Sérstakur viðauki fjallar um endurgreiðslu
kostnaðar.
- Samningurinn leggur skyldur á herðar aðildarríkja um samstarf við rannsóknir og
samvinnu hvað vaðar tæknimál og tækniþróun til að draga úr áhrifum óhappa.

- Einn viðauki er við samninginn sem fjallar um reglur vegna endurgreiðslu kostnaðar af
aðstoð.

Framkvæmd:
- Samningurinn hefur lagastoð í lögum nr. 32/1986.

Upplýsingar:

International Maritime Organization
4 Albert Embankment
London SE1 7SR
United Kingdom

Tel +44 20 7735 7611
Fax +44 20 7587 3210Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira