Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Genfarsamningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir

Heiti: Samningur um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa. (Convention on Long-Range Transboundary Air Pollution). (LRTAP).

Markmið: Að vernda manninn og umhverfi hans gegn loftmengun.

Eðli samnings og vörsluaðili: Svæðisbundinn samningur í vörslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. 48 aðildarríki með ESB ríkjunum júní 2001. Aðildarríki Efnahagsnefndar Evrópu (ECE) (þ.á.m. eru USA, Canada og Ísrael).

Dagsetning: Gerður í Genf 13. nóvember 1979 og öðlaðist gildi 16. mars 1983.

Aðild Íslands: Undirritaður 13. nóvember 1979. Fullgiltur 5. maí 1983 og öðlaðist gildi 3. ágúst 1983. Stjt. C 1/1983.

Bókanir:
- Protocol on Long-Term Financing of the Co-operative Programme for Monitoring and Evaluation of the Long-Range Transmission of Air Pollution in Europe (EMEP); gerð 28. sept. 1984 í Genf; öðlaðist gildi 28. jan 1988.
Ísland er ekki aðili.
- Protocol on the Reduction of Sulphur Emissions or their Transboundary Fluxes by at least 30 per cent; gerð 8. júlí 1985 í Helsinki; öðlaðist gildi 2. sept. 1987. Ísland er ekki aðili.
- Protocol concerning the Control of Emissions of Nitrogen Oxides or their Transboundary Fluxes; gerð 31. okt. 1988 í Sófía; öðlaðist gildi 14. feb. 1991. Ísland er ekki aðili.
- Protocol concerning the Control of Emissions of Volatile Organic Compounds or their Transboundary Fluxes; gerð í Genf 18. nóv. 1991, öðlaðist gildi 29. sept.1997 Ísland er ekki aðili.
- Protocol on Further Reduction of Sulphur Emissions; gerð 14. júní 1994, í Osló, öðlaðist gildi 5. ágúst 1998.
Ísland er ekki aðili.
- Protocol on Heavy Metals; gerði í Árósum 24. júní 1998, hefur ekki öðlast gildi. Ísland undirritaði 24. júní 1998, hefur ekki verið fullgilt.
- Protocol on Persistent Organic Pollutants; gerði í Árósum 24. júní 1998, hefur ekki öðlast gildi. Ísland undirritaði 24. júní 1998, verið er að vinna að staðfestingu.
- Protocol to Abate Acidifiction, Eutrophication and Groundlevel Ozone; gerð í Gautaborg 30. nóvember 1999, hefur ekki öðlast gildi. Ísland er ekki aðili.

Breytingar:

Stjórn: Ákvarðanir eru teknar á fundum framkvæmdanefndar samningsins (Executive Body), sem hefur eftirlit með framkvæmd samningsins. Fundir eru haldnir a.m.k. einu sinni á ári. Fjórir tæknilegir starfshópar starfa undir framkvæmdanefndinni. Framkvæmdastjóri Efnahagsnefndar Evrópu boðar og undirbýr fundi framkvæmdanefndar.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun.

Framkvæmd: Umhverfisstofnun.

Þátttaka í fundum: Umhverfisstofnun.

Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands (EMEP).

Ákvæði:
- Samningsaðilar munu leitast við að takmarka og, að svo miklu leyti sem unnt er, draga smám saman úr og koma í veg fyrir loftmengun. Þeir skulu innan ramma samningsins, með upplýsingum, viðræðum, rannsóknum og eftirliti, móta stefnu og aðferðir til að berjast að svo miklu leyti sem unnt er gegn losun loftmengunarefna og þar með draga úr loftmengun. Viðræður skulu fara fram milli aðila sem hafa eða hætta er á að gætu orðið fyrir loftmengun sem berst milli landa og aðila sem eiga lögsögu þar sem mengunin gæti átt upptök sín.
- Aðilar skulu með hliðsjón af rannsóknum, upplýsingaskiptum, eftirliti og staðbundnum úrbótum og árangurs af því, móta bestu hugsanlegu stefnu, aðferðir og stjórnunarráðstafanir, einkum með því að nota bestu fáanlegu tækni sem er fjárhagslega hagkvæm. Þetta á einkum við um losun mengunarefna frá nýjum eða endurbyggðum fyrirtækjum.
- Samvinna um rannsóknir og tækniþróun til að:
+ draga úr losun mengunarefna, einkum brennisteinssambanda,
+ bæta eftirlit með og mæla losun mengunarefna,
+ vinna að könnun á flutningi mengunarefna milli landa,
+ kanna áhrif brennisteinssambanda og annarra loftmengunarefna á heilsu manna
og umhverfið,
+ vinna að mati á ráðstöfunum til að ná umhverfismarkmiðum,
+ vinna að fræðslu og kennslu um áhrif mengunar á umhverfið.
- Aðilar skulu skiptast á upplýsingum um:
+ losun tiltekinna mengunarefna,
+ um stefnubreytingar,
+ um ráðstafanir til að draga úr mengun.
- Framkvæmd og framþróun samstarfsáætlunar um eftirlit með og mati á flutningi loftmengunar í Evrópu (EMEP).

Framkvæmd: Hér er rekin ein EMEP stöð á Írafossi. Þar er mælt brennisteinsdíoxíð en ekki önnur mengunarefni sem mæld eru á slíkum stöðvum víðast í Evrópu svo sem köfnunarefnisoxíð og ósón.

Upplýsingar: www.emep.int

UNECE, Environment and Human Settlements Division (ENHS)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira