Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Rammasamningur SÞ um loftslagsbreytingar

Heiti:
- Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, (Ríó de Janeiró 1992).
- United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC).

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Alþjóðlegur samningur
- Í vörslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (Secretary-General of the UN).
- 186 aðildarríki með ESB í júní 2001

Dags.:
- Gerður í New York 9. maí 1992.
- Öðlaðist gildi 21. mars 1994.

Aðild Íslands:
- Undirritaður 4. júní 1992, fullgiltur 16. júní 1993, öðlaðist gildi 21. mars 1994.
Stjt. C 14/1993 og C 39/1993.

Bókanir:
- Kyoto bókunin, gerð 11. des. 1997, hefur ekki öðlast gildi. 74 aðildarríki í júní 2002
Aðild Íslands: 23. maí 2002. Þingskjal 1100 á 127. löggj.þingi

Breytingar:
- Engar

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á þingi aðildarríkja.
- Fundir eru haldnir árlega.
- Tvær undirnefndir með aðild aðildarríkja:
Undirnefnd fyrir vísinda-og tækniráðgjöf (SBSTA) og
Undirnefnd fyrir framkvæmd samningsins (SBI).
- Skrifstofa samningsins sér um eftirlit með framkvæmd samningsins og undirbúning funda.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við forsætis-, utanríkis-,
iðnaðar-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-, og fjármálaráðuneyti
Framkvæmd: Iðnaðar-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-, samgöngu-, fjármála- og umhverfisráðuneyti
Þátttaka í fundum: Umhverfis-, utanríkis-, og iðnaðarráðuneyti og Umhverfisstofnun
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun (útstreymisbókhald, umhverfisráðuneytið ( skýrslur
um framkvæmd samningsins).

Markmið:
- Að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig
að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið
áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri
samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum.

Ákvæði:
- Samningsaðilar eru skuldbundnir, hver um sig og sameiginlega, til að:
+ stemma stigu við auknum gróðurhúsaáhrifum með því að draga úr útstreymi
gróðurhúsaloftegunda af manna völdum og vernda og auka viðtaka og geyma (þ.e.
lífmassa, skóga, höf og önnur vistkerfi á landi, á ströndum og í hafi) fyrir
gróðurhúsalofttegundir,
+ gera viðeigandi ráðstafanir og undirbúa aðgerðir sem auðvelda félagslega og
efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum.
- Til að ná þessum markmiðum skulu aðilar:
+ halda skrár yfir útstreymi gróðurhúsalofttegunda af manna völdum eftir uppsprettum
þeirra og fjarlægingu þeirra eftir viðtökum,
+ þróa og framkvæma hvert um sig, og þegar við á sameiginlega á vettvangi alþjóðlegrar
eða svæðisbundinnar samvinnu, áætlanir um aðgerðir til að draga úr loftlags-
breytingum og neikvæðum félagslegum og efnahagslegum afleiðingum þeirra,
+ taka tillit til loftlagsbreytingaþátta (loftslagsbreytinga og aðlögunar að þeim) við
ákvarðanir um framkvæmdir og stefnumótun í félags-, efnahags-og umhverfismálum,
+ miðla tækni og skiptast á upplýsingum um aðgerðir og áætlanir til að draga úr
loftslagsbreytingum og neikvæðum áhrifum þeirra, þ.m.t. viðeigandi vísindalegum,
tæknifræðilegum, tæknilegum, hagfélagselgum og lögfræðilegum upplýsingum og
upplýsingum um útstreymi gróðurhúsalofttegunda af manna völdum og fjarlægingu
þeirra eftir viðtökum,
+ hafa með sér samvinnu um um rannsóknir, gagnasöfnun og vöktun,
+ stuðla að aukinni fræðslu, meðvitund, menntun og þátttöku almennings,
+ hafa samvinnu um að koma á uppbyggjandi og opnu alþjóðlegu hagkerfi sem stuðlar
að sjálfbærum hagvexti og þróun hjá öllum aðilum.
- Aðilar sem getið er um í Viðauka II (þ.á.m. Ísland) skulu leggja fram fjármagn til að
aðstoða þróunarlöndin við að efla getu þeirra til að framkvæma skuldbindingar
samningsins og til þess að laga sig að áhrifum loftslagsbreytinga.
- Við framkvæmd stefnumiða og áætlana sinna geta einstakir aðilar haft með sér samvinnu
um að ná markmiðum samningsins. Þannig teljast sameiginlegar framkvæmdir einstakra
aðildarríkja og aðstoð eins aðila við annan, vera að hluta fullnæging þeirra skuldbindinga
sem samningurinn felur í sér.

Viðaukar:
- Viðaukar samningsins eru tveir:

Viðauki I
Listi yfir þróuð aðildarríki sem eiga að hafa það að markmiði að losun
gróðurhúsalofttegunda árið 2000 verði ekki meiri en var árið 1990.

Viðauki II
Listi yfir þróuð aðildarríki sem hafa þeim skyldum að gegna að veita
þróunarlöndunum fjárhagslega- og tæknilega aðstoð.

Upplýsingar:

Climate Change Secretariat (UNFCCC)
Haus Carstanjen
Martin-Luther-King-Strasse 8
D-53175 Bonn
Germany

mail address:
PO Box 260124
D-53153, Bonn
Germany

tel: +49 228 8151000
fax: +49 228 8151999
e-mail: [email protected]




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum