Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vínarsamningurinn / Montrealbókunin um verndun ósonlagsins

Heiti: Vínarsamningur um vernd ósonlagsins ásamt Montrealbókuninni um efni sem valda
rýrnun ósonlagsins. (Vienna Convention for the Protection of the Ozone Layer, including the Montreal
Protocol on Substances that Deplete the Ozone Layer).

Eðli samnings og vörsluaðili: Alþjóðlegur samningur í vörslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. 177 aðildarríki í júní 2001.

Dagsetning: Gerður í Vín 22. mars 1985 og öðlaðist gildi 22. september 1988.

Aðild Íslands: Aðild 29. ágúst 1989 og öðlaðist gildi 27. nóvember 1989. Stjt. C 9/1989, 15/1993,
1/1994.

Bókanir:
- Montreal-bókun um efni sem valda rýrnun ósónlagsins
(Montreal Protocol on Substances that Deplete the Ozone Layer);
gerð í Montreal 16. sept. 1987; öðlaðist gildi 1. jan. 1989.
Aðild Íslands: Fullgilding 29. ágúst 1989, öðlaðist gildi 27. nóv. 1989 Stjt. C 9/1989.

Breytingar:
+ Lagfæringar og breytingar gerðar í Lundúnum 29. júní 1990.
Lagfæringarnar öðluðust gildi 7. mars 1991, breytingarnar 10. ágúst 1992.
Flýtt var fyrir framkvæmd bókunarinnar, efnum á skrá hennar fjölgað og stofnaður sjóður til
auðvelda framkvæmd bókunarinnar.
Aðild Íslands : Fullgilding 16. júní 1993, öðlaðist gildi 14. september 1993, C 15/1993

+ Breytingar gerðar í Kaupmannahöfn 25. nóvember 1992, öðluðust gildi 14. júní 1994.
Flýta enn fyrir framkvæmd bókunarinnar, efnum á skrá hennar er fjölgað, og ofangreindur
sjóður festur í sessi.
Aðild Íslands: Fullgilding 15. mars 1994, öðluðust gildi 14. júní 1994, C 1/1994

+ Breytingar gerðar í Montreal 17. september 1997. Öðluðust gildi 10. nóvember 1999.
Sett bann við innflutningi metýlklóróforma; útflutningsbann á óson eyðandi efnum frá
löndum sem fylgja ekki framleiðslutakmörkunum bókunarinnar. Einnig var sett á laggirnar
alþjóða leyfiskerfi til að fylgjast með inn- og útflutningi og koma í veg fyrir smygl og
ólöglegan flugning á ósoneyðandi efnum.
Aðild Íslands: Fullgilding 8. febrúar 2000, öðlaðist gildi 8. maí 2000.

+ Breytingar gerðar í Beijing 3. desember 1999. Hafa ekki öðlast gildi.
Efnum á skrá fjölgað, settar framleiðslutakmarkanir á klórflúorkolefni (HCFCs) svo og
takmarkanir á viðskiptum með þau við ríki utan samningsins.
Ísland ekki aðili


Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á þingi aðila samningsins og á aðalfundi bókunarinnar.
- Aðildarþing Vínarsamningsins eru haldnir á þriggja ára fresti.
- Stjórn aðila Vínarsamningsins fundar eftir þörfum milli þinga
- Aðalfundur Montrealbókunarinnar eru haldinn árlega.
- Fundir Montrealbókunarinnar eru undirbúnir af sérstakri undirbúningsnefnd, sem fundar einu
sinni til tvisvar á ári.
- Sameiginleg skrifstofa (Ósónskrifstofan) sér um eftirlit með framkvæmd samningsins og
bókunarinnar og undirbúning funda. Skrifstofan er í tengslum við UNEP.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Umhverfisstofnun
Framkvæmd: Umhverfisstofnun
Þátttaka í fundum: Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun
Upplýsingagjöf: Umhverfisstofnun

Markmið:
- Að vernda heilsu fólks og umhverfið gegn neikvæðum áhrifum sem kunna að verða vegna
breytinga á ósonlaginu.

Ákvæði:
- Vínarsamningurinn:
Skuldbindur samningsaðila að gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við ákvæði samningsins
og þeirra bókana sem í gildi eru og þeir eiga aðild að til að vernda heilsu manna og
náttúrulegt umhverfi gegn skaðlegum áhrifum sem stafa eða líklega stafa af starfsemi manna
sem breytir eða líklegt er að breyti ósónlaginu. Þeir eru jafnframt skuldbundnir til að:
+ vinna saman að rannsóknum á efnum og ferlum sem hafa áhrif á ósonlagið,
veðurfarsáhrifum, heilsu manna og öðrum líffræðilegum áhrifum, öðrum kostum hvað
varðar efni og tækni, og ástandi ósonlagsins;
+ gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar eða stjórnsýslu og vinna saman að
undirbúningi og framkvæmd ráðstafana til að stjórna athöfnum sem hafa neikvæð áhrif á
ósonlagið, og þá sérstaklega við þróun bókunar í þessu augnamiði;
+ skiptast á vísindalegum, tæknilegum, félagsefnahagslegum, viðskiptalegum og lagalegum
upplýsingum sem varða samninginn, og vinna saman að þróun og miðlun tækni og
þekkingu.

- Samningurinn hefur að geyma tvo viðauka:

Viðauki I:
Setur á oddinn mikilvæg atriði hvað varðar vísindalegar rannsóknir á ósónlaginu og
kerfisbundið eftirlit með því.
Viðauki II :
Lýsir hverskonar upplýsingum ber að safna og miðla í tengslum við samninginn.

- Montrealbókunin
Hefur að geyma ákvæði um notkun (þ.e. framleiðslu, neyslu og verslun) ósóneyðandi efna
sem skráð eru í viðaukum hennar.

Viðauki A:
Er skrá yfir klórflúorkolefni (CFCs) (flokkur I) og halóna (flokkur II).
+ Minnka skal notkun klórflúorkolefna í flokki I um 75% fyrir árið1994, miðað við
notkun árið 1986, og hætta skal notkun þeirra fyrir 1. jan. 1996.
+ Notkun halóna í flokki II verður ekki heimiluð eftir 1. jan. 1994, nema til
bráðanotkunar.

Viðauki B :
Er skrá yfir klórflúorkolefni (flokkur I), önnur en í viðauka A, koltetraklóríð (CCl4)
(flokkur II) og metýlklóróform (1,1,1-tríklóretan, CCl3CH3) (flokkur III).
+ Minnka skal notkun klórflúorkolefna í flokki I um 75% fyrir 1. jan 1994, miðað
við notkun árið 1989, og hætta skal notkun þeirra fyrir 1. jan. 1996.
+ Minnka skal notkun koltetraklóríða (flokkur II) um 85% fyrir 1. jan. 1995,
miðað við notkun árið 1989, og notkun þess skal hætt fyrir 1. jan. 1996.
+ Minnka skal notkun metýlklóróforma (flokkur III) um 50% fyrir 1. jan. 1994
miðað við notkun árið 1989, og notkun þess skal hætt fyrir 1. jan 1996.

Viðauki C :
Er skrá yfir vetnisklórflúorkolefni (HCFCs) (flokkur I) og
vetnisbrómflúorkolefni (CBrFCs) (flokkur II).
+ Draga skal úr notkun vetnisklórflúorkolefna í flokki I í áföngum
fram til ársins 2030 (m.a. um 35% fyrir 2004, 99.5% fyrir 2020) miðað
við notkun árið 1989.
+ Notkun vetnisbrómflúorkolefna í flokki II verður ekki heimiluð
eftir 1. jan. 1996.

Viðauki D:
Er skrá yfir vörur sem innihalda takmörkunarskyld efni, tilgreind í viðauka A og
aðilum er óheimilt að flytja inn frá löndum sem ekki eru aðilar að bókuninni.

Viðauki E:
Er skrá yfir metýlbrómíð (CH3Br) (flokkur I).
+ Notkun metýlbrómíðs í flokki I skal ekki vera meiri frá og með 1995 en hún
var 1991.
+ Aðilum bókunarinnar er óheimilt að flytja út efni á skrá bókunarinnar til ríkja sem
ekki eru aðilar að henni.
+ Bókunin segir fyrir um miðlun tækni og upplýsinga, reiknisaðferðir, og mat á og
athugun á árangri.
+ Aðildarríki skuldbundin til að greiða ákveðna upphæð, ákveðin samkvæmt
"greiðslustiga" Sameinuðu þjóðanna, til að fjármagna sjóð bókunarinnar (Multilateral
Fund) og"Clearing house function" bókunarinnar, til að auðvelda þróunarlöndunum
að hætta notkun ósóneyðandi efna. Áætlað framlag Íslands er 0.03% eða USD
39.971 fyrir árið 1993 og árið 1994.

Framkvæmd:
- Árið 1995 hafði notkun klórflúorkolefna á skrá bókunarinnar minnkað um 98% hér á
landi, miðað við notkun árið 1986, og notkun halóna um 100%.
- Sett hefur verið reglugerð nr. 298/1993 m.a. um bann við innflutningi og sölu
klórflúorkolefna og halóna, í samræmi við Montrealbókunina með áorðnum breytingum.
Þess ber að geta að reglugerðin tekur til"nýrra efna", en Montrealbókunin nær ekki til
notkunar á endurunnum og endurnýttum efnum. Reglugerðin felur í sér undanþágur
vegna bráðanotkunar í samræmi við bókunina. Árið 1994 var sett reglugerð nr. 546 og 1997
nr. 656 um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna. Reglugerðirnar taka til fleiri
efna en tilgreind eru í viðaukum B,C og E og endurunninna efna. Árið 1999 var sett reglugerð nr. 187
um halonslökkvikerfi. Þessar reglugerðir hafa nú fallið úr gildi með gildistöku nýrrar
reglugerðar nr. 586/2002 um efni sem eyða ósonlaginu.
- Einnig hefur verið sett reglugerð nr. 533/1993 um kæli- og varmadælukerfi með ósóneyðandi
kælimiðlum. Reglugerðin gildir um framleiðslu, uppsetningu og notkun kæli- og
varmadælukerfa sem nota ósoneyðandi kælimiðla.


Heimasíða: UNEP, Ozone Secretariat.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira