Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - febrúar 2004. Greinargerð: 29. apríl 2004.

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs eru nú með breyttu sniði og er framsetningin færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Meginbreytingin við samanburð á fyrri uppgjörum liggur í breyttri færslu launagjalda. Einnig eru reikningar stofnana sem eru í bókhaldsþjónustu Fjársýslu ríkisins nú bókfærðir um leið og þeir berast en ekki gjaldfærðir við greiðslu eins og áður var. Breytingarnar leiða til um 5 milljarða króna hærri útgjaldafærslu í mánuðunum janúar-nóvember en áður var. Útgjöld í desember lækka hins vegar að sama skapi. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilega miklum sveiflum í einstaka liðum.

Samkvæmt febrúaruppgjöri var handbært fé frá rekstri fyrir fyrstu tvo mánuði ársins jákvætt um 7,1 milljarð króna sem er 5 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra en heldur lakara en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjujöfnuður reyndist í samræmi við áætlanir og hreyfingar á viðskiptareikningum um 0,8 milljörðum króna hagstæðari.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 48,7 milljörðum króna og hækka um 4,6 milljarða króna frá fyrra ári, eða um 10,7%. Skatttekjur ríkissjóðs námu 45,7 milljörðum króna og hækkuðu um 9,3% að raungildi á milli ára og um 2,5 milljarða frá áætlun. Innheimta tekjuskatta einstaklinga nam 10,6 milljörðum króna sem er um 1 milljarði króna meira en á sama tíma í fyrra og innheimta tekjuskatta lögaðila jókst um 650 milljónir króna. Innheimta fjármagnstekjuskatts jókst um 9,3% sem jafngildir 6,8% raunhækkun á milli ára og svipaða sögu er að segja um innheimtu tryggingagjalda sem jókst um 9,7% að raungildi miðað við sama tímabil í fyrra. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 3,3% á sama tímabili. Innheimta eignaskatta á fyrstu tveim mánuðum ársins var 24,5% meiri en á sama tíma í fyrra sem jafngildir 21,7% raunhækkun og veltuskattar ríkissjóðs jukust um 2 milljarða króna milli ára eða um 7,4% að raungildi. Munar þar mestu um innheimtu tekna af virðisaukaskatti en hún jókst um 10,5% að raungildi milli ára.

Gjöld fyrstu tvo mánuði árins námu 44,8 milljörðum króna og að teknu tilliti til áðurnefndra færslubreytinga launa þá er um að ræða lækkun gjalda um 2½ milljarð. Þar munar langmestu um að vaxtagjöldin lækka um 3,9 milljarða milli ára þar sem að stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í febrúar 2003. Í samanburði við áætlun eru gjöldin 2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Þar er að mestu um tilfærslu milli mánaða að ræða sem aðallega kemur fram hjá almannatryggingum og að hluta til í heilbrigðismálum.

Lántökur námu 17,6 milljörðum króna en afborganir voru 13,9 milljarðar. Þá voru greiddar 1,3 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé jókst um 8,2 milljarða á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-febrúar

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

36.708

40.070

41.483

44.155

48.730

Greidd gjöld....................................................

30.715

37.853

38.173

42.266

44.774

Tekjujöfnuður ................................................

5.993

2.217

3.310

1.889

3.956

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl………...........

0

0

0

-425

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda .......

4.141

-1.237

80

667

3.181

Handbært fé frá rekstri................................

10.134

980

3.390

2.131

7.137

Fjármunahreyfingar.......................................

-708

-398

-235

325

-1.380

Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................

9.427

583

3.155

2.456

5.757

Greiðslur til LSR og LH...............................

-1.000

-2.500

-1.500

-1.250

-1.250

Afborganir lána............................................

-10.648

-5.041

-10.687

-4.851

-13.878

Innanlands..................................................

-7.360

-5.041

-599

-4.851

-21

Erlendis.......................................................

-3.288

0

-10.088

0

-13.857

Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................

-2.221

-6.958

-9.033

-3.645

-9.371

Lántökur.......................................................

3.436

7.837

11.185

175

17.571

Innanlands..................................................

1.499

4.433

1.062

4.023

3.218

Erlendis......................................................

1.937

3.404

10.123

-3.848

14.353

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................

1.215

879

2.152

-3.471

8.200


Lántökur námu 17,6 milljörðum króna en afborganir voru 13,9 milljarðar. Þá voru greiddar 1,3 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé jókst um 8,2 milljarða á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Tekjur ríkissjóðs janúar-febrúar

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild...............................

38.483

40.887

45.704

8,9

3,6

6,2

11,8

Skattar á tekjur og hagnað.............

15.710

15.745

17.826

15,9

12,4

0,2

13,2

Tekjuskattur einstaklinga...............

9.426

9.669

10.569

9,4

16,3

2,6

9,3

Tekjuskattur lögaðila.....................

690

383

1.034

30,3

-42,3

-44,5

169,9

Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.594

5.693

6.223

25,4

19,7

1,7

9,3

Tryggingagjöld................................

3.629

3.674

4.124

3,5

10,2

1,2

12,3

Eignarskattar...................................

1.263

1.269

1.580

11,3

-28,2

0,5

24,5

Skattar á vöru og þjónustu.............

17.784

20.115

22.109

4,7

-1,3

13,1

9,9

Virðisaukaskattur..........................

11.972

13.398

15.139

5,9

-0,4

11,9

13,0

Aðrir óbeinir skattar.........................

5.810

6.891

6.970

2,5

-3,1

18,6

1,1

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum..............

393

528

709

-26,9

-33,5

34,4

34,3

Vörugjöld af bensíni.....................

945

1.185

1.310

31,1

-10,3

25,4

10,5

Þungaskattur.............................

945

985

1.122

-0,6

-6,0

4,2

13,9

Áfengisgjald og tóbaksgjald........

1.194

1.740

1.526

11,8

-2,3

45,7

-12,3

Annað............................................

2.333

2.453

2.302

-0,5

9,7

5,1

-6,2

Aðrir skattar......................................

97

84

66

57,5

6,3

-14,9

-21,4

Aðrar tekjur.........................................

3.002

3.267

3.025

12,1

2,2

8,8

-7,4

Tekjur alls...........................................

41.483

44.155

48.730

9,2

3,5

6,4

10,4


Gjöld ríkissjóðs janúar-febrúar

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

3.839

4.045

4.640

-9,4

23,0

5,4

14,7

Almenn opinber mál.........................

2.390

2.432

2.487

-14,2

32,9

1,8

2,3

Löggæsla og öryggismál..................

1.449

1.613

2.154

-1,9

9,6

11,3

33,5

Félagsmál..........................................

23.040

25.185

30.360

19,4

18,0

9,3

20,5

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

5.641

6.026

7.518

14,7

18,3

6,8

24,8

Heilbrigðismál..........................

9.206

10.390

11.988

26,4

20,3

12,9

15,4

Almannatryggingamál..............

6.941

7.374

9.270

16,3

13,5

6,2

25,7

Atvinnumál........................................

5.456

4.863

5.863

38,1

-9,1

-10,9

20,6

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

2.103

2.014

2.059

53,1

-18,4

-4,2

2,2

Samgöngumál..........................

2.000

1.434

2.194

16,6

7,9

-28,3

53,0

Vaxtagreiðslur...................................

3.781

5.827

1.911

40,7

-48,8

54,1

-67,2

Aðrar greiðslur..................................

2.057

2.346

1.999

38,2

12,3

14,0

-14,8

Greiðslur alls.....................................

38.173

42.266

44.774

23,2

0,8

10,7

5,9
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira