Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málþing um umbúðaúrgang frá heimilum

Málþing um umbúðaúrgang frá heimilum verður haldið á Grand hótel í Reykjavík,
mánudaginn 14. nóvember 2005 frá kl. 10.00 til 16.30.

Málþingið er haldið á vegum nefndar umhverfisráðuneytisins um framkvæmd móttöku á pappa- og plastumbúðum sem berast með söfnunarkerfi sveitarfélaga, í samstarfi við umhverfisráðuneytið og Úrvinnslusjóð. Fundarstjóri er Guðlaugur Þór Þórðarson formaður umhverfisnefndar Alþingis.

Dagskrá

10.00 Setning

Guðmundur G. Þórarinsson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, ávarpar þingið.

Hvert stefnum við?

Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneyti.

10:30 Hver er staðan í dag?

Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar.
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.
Eiríkur Hannesson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar hf.
Peter Sundt, ráðgjafi frá Mepex Consult AS, í Noregi.

Hvernig náum við markmiðunum?
Hver eiga næstu skref í söfnun umbúða frá heimilum að vera?

10:30 Söfnun umbúða

Jörgen Þór Þráinsson, markaðsstjóri Íslenska Gámafélagsins ehf.
Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustunnar hf.
Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Sagaplast ehf.

Matarhlé.  

 12:45  Söfnun umbúða framhald.

Anna Björk Hjaltadóttir, umhverfisfulltrúi og framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Héraðs.
Steinunn Guðnadóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg.
Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi.

13:30  Hugvekja frá leikmanni

 Hörður Bergmann kennari og rithöfundur.

13:40  Sjónarmið neytenda

Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar í verki.
Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnarmaður í Neytendasamtökunum.
Johan Jareman frá Konsumentverket í Svíþjóð.

 14:20    Framleiðendur og verslun

Guðlaugur Björgvinsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá MS svf.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna.
Arnar Hallsson, verkefnisstjóri hjá Högum hf.

Kaffihlé

15:00   Tillögur og hugmyndir

Peter Sundt, ráðgjafi frá Mepex Consult AS í Noregi.

15:30    Umræður

 

Aðgangur er ókeypis.
Réttur dagsins með súpu og kaffi á Grand hóteli kostar 1.900 kr. og greiðist á staðnum.

Vinsamlega skráið þátttöku hér í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember.

 

Lokaskýrsla nefndar um framkvæmd móttöku á pappa- og plastumbúðum með söfnunarkerfi sveitarfélaga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira