Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2007 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Markmið hennar er að tryggja neytendum réttar og greinargóðar upplýsingar um þau matvæli sem á boðstólnum eru. Þannig verður komið til móts við vilja almennings um að matvæli sem innihalda erfðabreytt matvæli séu merkt auk þess sem matvælalög mæla fyrir um að neytendur fái upplýsingar um innihald matvæla.

Í löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 2003 eru ákvæði um sambærilegar merkingar. Með fyrirhugaðri reglugerð er stigið fyrsta skrefið í að laga íslenska löggjöf að Evrópusambandsreglum. Samkvæmt Evrópusambandslöggjöfinni fara erfðabreytt matvæli í nákvæmt áhættumat áður en þau eru leyfð til markaðsetningar. Ísland er eina landið á EES-svæðinu sem merkir ekki erfðabreytt matvæli.

Drög að reglugerðinni hafa verið kynnt fulltrúum Samtaka atvinnulífins, Samtaka iðnaðarins og Talsmanni neytenda á fundi. Þá hafa Neytendasamtökin sýnt vilja til þess að erfðabreytt matvæli verði merkt skilmerkilega. Lögð er áhersla á að hafa gott samráð við þá er málið snertir. Gert er ráð fyrir að reglugerðin verði gefin út á næstunni og framleiðendur og dreifendur hafi ákveðinn aðlögunartíma fyrir merkingarnar.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má nálgast upplýsingar um erfðabreyttar lífverur.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira