Hoppa yfir valmynd
11. október 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni

Drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni.
Drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni.

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Drögin verða til umræðu á Umhverfisþingi sem hefst á morgun. Drögin eru unnin af nefnd sem ráðuneytið setti á stofn árið 2005 til að vinna stefnumörkun fyrir Ísland um framkvæmd samningsins, en Ísland hefur verið aðili að honum allt frá því að hann gekk í gildi árið 1993.

Nefndin er undir formennsku umhverfisráðuneytisins, en í henni eiga að auki sæti fulltrúar frá iðnaðarráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Náttúrufræðistofnun Íslands lagði til starfsmann nefndarinnar. Nefndin hefur hist 15 sinnum. Hún efndi til samráðsfundar með lykilstofnunum og hagsmunaaðilum í september 2005 og málstofu í desember 2005.

Drög að stefnumörkun um framkvæmd Samnings um líffræðilega fjölbreytni.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira