Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri 53,5 ma.kr. innan ársins, sem er 1,5 ma.kr. betri útkoma en á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 8,1 ma.kr., sem er 58 ma.kr. lakari útkoma en í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu í Seðlabanka Íslands með 44 ma.kr. eiginfjárframlagi. Tekjur, án eignasölu, reyndust tæpum 44 ma.kr. meiri en á sama tíma á síðasta ári.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – nóvember 2007

Í milljónum króna

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

229.442

247.748

360.791

338.507

388.491

Greidd gjöld

240.313

256.960

279.860

284.909

326.925

Tekjujöfnuður

-10.871

-9.213

80.931

53.598

61.566

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-11.313

-

-58.088

-384

-6.170

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-503

1.036

-1.382

-1.182

-1.867

Handbært fé frá rekstri

-22.687

-8.177

21.461

52.031

53.529

Fjármunahreyfingar

21.056

17.734

48.960

-2.138

-61.645

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-1.631

9.557

70.420

49.893

-8.116

Afborganir lána

-30.666

-32.321

-61.597

-44.583

-33.828

   Innanlands

-18.216

-7.138

-14.089

-21.710

-22.496

   Erlendis

-12.450

-25.183

-47.508

-22.873

-11.332

Greiðslur til LSR og LH

-6.875

-6.875

-5.132

-3.650

-3.650

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-39.172

-29.639

3.691

1.661

-45.594

Lántökur

39.087

27.567

7.734

21.587

58.392

   Innanlands

33.367

11.440

7.734

21.345

58.207

   Erlendis

5.720

16.127

-

242

185

Breyting á handbæru fé

-86

-2.072

11.425

23.248

12.798 

 Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 388,5 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Það er tæplega 50 ma.kr aukning frá sama tíma í fyrra, eða 13% sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila í ársbyrjun 2006 nemur aukningin 16%, en tölurnar hér á eftir taka mið af henni. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 13,0% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5% og var því raunaukning skatttekna og tryggingargjalda 7,7%. Aukning annarra rekstrartekna um 33% milli ára skýrist að mestu af vaxtatekjum af skammtíma- og langtímalánum, en þær jukust um 5,4 ma.kr. á milli ára.

Skattar á tekjur og hagnað námu 123,7 ma.kr. og jukust um tæpa 20 ma.kr. frá síðasta ári, eða 19,0%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 8,7%, tekjuskattur lögaðila um 28,4% og fjármagnstekjuskattur um 54,6%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 5,4% milli ára á meðan launavísitalan hækkaði um 9,0%. Innheimta eignarskatta nam 10,5 ma.kr. og jókst um 27,5% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 8,6 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur aukist um rúma tvo ma.kr. frá fyrra ári.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 175 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins og jókst um 9,1% að nafnvirði frá fyrra ári eða 3,9% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 11,1% sem jafngildir 5,8% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Sé litið á síðustu mánuði, eða tímabilið frá því að lækkunar virðisaukaskatts þann 1. mars sl. tók að gæta til fulls í innheimtutölum, kemur fram hverfandi raunbreyting milli ára.

 

Greidd gjöld nema 326,9 ma.kr. og hækka um 42 ma.kr. frá fyrra ári eða um tæp 13%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 11,8 ma.kr. eða tæp 18%. Þar munar mest  að lífeyristryggingar  hækka um 6,4 ma.kr. á milli ára, barnabætur um 2,6 ma.kr. og fæðingarorlofsgreiðslur um 2,1 ma.kr.  Almenn opinber þjónusta hækkar um 6,9 ma.kr. eða um 20%. Þar hækka vaxtagjöld mest af einstökum liðum eða um rúma 3 ma.kr. Þar munar mestu að á þessu ári kom til greiðslu fyrsti gjalddagi nýrra ríkisbréfa og voru vextir vegna þessa 1,4 ma.kr. Aukning útgjalda til heilbrigðismála á milli ára er 8,2 ma.kr., til efnahags- og atvinnumála 6,9 ma.kr. og til menntamála 3,8 ma.kr. Þess ber að geta að samanburður gjalda við fyrri ár, eftir málaflokkum, getur verið varasamur vegna breittrar aðferðafræði við útreikninga.                                                                                                                                                              

 

Lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins nam 45,6 ma.kr. í heild, en hrein lánsfjárþörf var 8,1 ma.kr. Afborganir lána fyrstu ellefu mánuðina eru 33,8 ma.kr., þar af hefur 11,3 mö.kr. verið varið til uppgreiðslu erlendra lána. Heildar lántökur tímabilsins nema 58,4 mö.kr. og er allt tekið að láni innanlands. Mestur hluti lántökunnar er annas vegar vegna skuldabréfaútgáfu í tengslum við kaup ríkisins á 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og hins vegar útgáfu á ríkisbréfum og  ríkisvíxlum.

 

Tekjur ríkissjóðs janúar – nóvember 2007

 

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

279.390

315.415

352.845

 

21,3

12,9

11,9

Skattar á tekjur og hagnað

89.310

107.233

123.700

 

24,8

20,1

15,4

Tekjuskattur einstaklinga

61.599

69.602

75.645

 

10,6

13,0

8,7

Tekjuskattur lögaðila

11.978

22.730

25.016

 

53,0

89,8

10,1

Skattur á fjármagnstekjur

15.733

14.900

23.039

 

95,7

-5,3

54,6

Eignarskattar

14.381

8.256

10.525

 

31,6

-42,6

27,5

Skattar á vöru og þjónustu

142.024

160.341

174.937

 

19,6

12,9

9,1

Virðisaukaskattur

96.785

111.166

123.541

 

21,1

14,9

11,1

Vörugjöld af ökutækjum

9.378

9.523

9.833

 

67,9

1,5

3,3

Vörugjöld af bensíni

8.261

8.486

8.576

 

5,1

2,7

1,1

Skattar á olíu

3.993

6.070

6.723

 

-29,7

52,0

10,8

Áfengisgjald og tóbaksgjald

9.782

10.245

10.745

 

6,6

4,7

4,9

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

13.825

14.852

15.519

 

31,7

7,4

4,5

Tollar og aðflutningsgjöld

3.074

4.131

5.230

 

11,2

34,4

26,6

Aðrir skattar

1.490

1.643

2.805

 

10,2

10,3

70,8

Tryggingagjöld

29.112

33.811

35.649

 

16,4

16,1

5,4

Fjárframlög

357

1.347

1.010

 

-12,9

277,1

-25,0

Aðrar tekjur

22.957

20.793

27.679

 

38,3

-9,4

33,1

Sala eigna

58.086

952

6.957

 

-

-

-

Tekjur alls

360.790

338.507

388.491

 

45,6

-6,2

14,8  

Gjöld ríkissjóðs janúar – nóvember 2007

 

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

40.036

34.235

41.157

 

-14,5

20,2

Þar af vaxtagreiðslur

17.203

9.018

11.541

 

-47,6

28,0

Varnarmál

228

549

861

 

141,2

56,9

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

10.451

12.478

14.299

 

19,4

14,6

Efnahags- og atvinnumál

23.490

39.568

46.450

 

68,4

17,4

Umhverfisvernd

2.735

3.038

3.510

 

11,1

15,5

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

376

364

397

 

-3,2

9,0

Heilbrigðismál

75.295

76.800

85.016

 

2,0

10,7

Menningar-, íþrótta- og trúmál

11.212

12.574

14.141

 

12,1

12,5

Menntamál

27.402

31.267

35.098

 

14,1

12,3

Almannatryggingar og velferðarmál

60.357

66.351

78.188

 

9,9

17,8

Óregluleg útgjöld

11.635

7.686

7.809

 

-33,9

1,6

Gjöld alls

263.216

284.909

326.925

 

8,2

14,7 

 

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira