Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Umferðarljósastýring talin spara tugi og hundruð milljóna

Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa tekið upp miðlæga stýringu á umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti kerfisins sem nær til ljósa á 36 gatnamótum var tekinn í notkun í dag og er talið að það geti sparað ökumönnum hundruð milljóna króna í styttri aksturstíma.

Umferðarljósastýring tekin formlega í notkun.
Umferðarljósastýring tekin formlega í notkun.

Alls er 116 gatnamótum í Reykjavík stjórnað með umferðarljósum. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa undanfarin tvö ár undirbúið sjálfvirka stýringu á umferðarljósum en Siemens framleiddi kerfið. Stýrikerfið aðlagar umferðarljósin að umferðarálaginu hverju sinni og velur það stýriforriti sem er hagkvæmast og lágmarkar biðtíma vegfarenda. Stýringin byggist á skynjurum og samskiptaneti milli upplýsingasöfnunar og stjórnkassa og stjórntölvu. Þá fylgir hugbúnaðinum sjálfvirkt vöktunarkerfi sem tilkynnir bilanir samstundis til vaktmanna sem geta staðsett bilun og gert viðeigandi ráðstafanir.

Kostnaður við fyrri áfanga kerfisins sem nær til umferðarljósa í Reykjavík og þriggja gatnamóta í Garðabæ er 280 milljónir og um 500 milljónir við síðari áfangann sem lokið verður árið 2010. Skiptist kostnaður jafnt milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt reiknilíkani umferðar á höfuðborgarsvæðinu eru eknir þar um 1.260 milljón km árlega. Gert er ráð fyrir að eknir séu um 150 milljón km á því svæði sem umferðarljósastýringin nær nú þegar til og að það taki ökumenn um fjórar til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Miðað við erlenda reynslu er gert ráð fyrir að þessi miðlæga stýring skili sér í 2-10% styttri aksturstíma og að sparnaður bíleigenda geti þar með orðið 125 til 900 milljónir króna á ári. Er þá miðað við að hver stund í akstri kosti 1.555 kr.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira